Geysisfélagar ATH

Nú er Landsmót að bresta á og er fyrsti keppnisdagur á sunnudaginn 1.júlí. Þá er frítt inn og hefst keppni í barnaflokki og unglingaflokki.

Við Geysisfélgar ætlum að hittast í hesthúsi í A-tröð sem er rétt fyrir ofan keppnisvöllinn, þar mun Geysisfáni blakta þannig að allir sjá hvar við erum.

Við ætlum að hafa heitt á könnunni, kleinur og kex frá kl 17:00 og svo ætlum við að grilla pylsur kl 19:00. Allir knapar Geysis og aðrir Geysisfélagar sem eru á svæðinu eru velkomnir að kíkja á okkur.

Áhersla á LM sunnudaginn 1.júní verður lögð á fjölskylduna, skemmtun og einnig munu landsþekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar taka þátt í gleðinni, en Jói P. og Króli mæta á svæðið, Leikhópurinn Lotta lítur við og hoppukastalar og ýmislegt fleira skemmtilegt verður í boði. Alla mótsdagana verður svo opið sérstakt leiksvæði fyrir börn.

Stjórnin og Æskulýðsnefndin