Fundargerð stjórnar

7.1.2019

Staður: Kanslarinn kl.,19.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Sigvaldi Lárus Guðmundsson,  Brynja J. Jónasdóttir,  Alma G. Matthíasdóttir og Hjörvar Ágústsson mættu.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Aðalfundur Geysis – aðalfundurinn verður 26.febrúar kl.20.00 í Rangárhöllinni, til kjörs eru formaður, tveir meðstjórnendur og varamenn, Óli finnur starfsmenn fundarins, Óli velur nokkrar lagagreinar félagsins til að uppfæra og samþykkja á aðalfundinum, bera upp siðareglurnar til samþykktar, kynna heimsíðuna.
  2. Fundargerðir stjórnar á tölvutæku formi – prenta út eitt eintak og setja í möppu sem geymist í Héraðsskjalasafninu að Skógum, eitt eintak á USP lykil (ritari geymir USP) og sett einnig á heimasíðu.
  3. Suðurlandsdeildin 2019 – starfsmenn þarf í ritun, tölvu og sölu á aðgöngumiðum.
  4. Heimasíðan – hafa sér flipa fyrir hverja nefnd og fundargerðir fyrir hvert ár.
  5. Önnur mál – Magnús prentar út lögin fyrir breytingar.

Fleira ekki gert og fundi slitið 20.00

Magnús Lárusson

 

Fundargerð stjórnar

11.2.2019

Staður: Kanslarinn kl.,20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Alma G. Matthíasdóttir Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Hjörvar Ágústsson mættu.  Brynja J. Jónasdóttir mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Aðalfundur Geysis – mánudaginn febrúar, kl 20.00 níðri í Rangárhöllinni

– lög og reglur – Magnúsi falið að setja saman texta um gildi félagsins
– 350 kr á borgandi félagsmann fyrir worldfengvideo og Geysir borgar
– árgjaldið 8000 kr – hafa sama árgjald
– starfsmenn – búið að finna menn í öll störf
– annað efni á fundinn  – segja frá hugmyndinni um yfirtöku gamla félagsheimilisins

– skýrslur starfsnefnda

– fá Þröst til að segja frá framvindu skrifa á sögu Geysis

  1. HSK þing – finna 3 fulltrúa á þingið sem haldið verður á fimmtudagi frá 5 til 10 í mars á Laugardegi
  2. Skuldalisti félagsmanna – of magir skulda enn fyrir árið 2018
  3. Önnur mál – heiðursfáni fyrir Geysi kostar tæp 200.000 kr með vsk. og stjórnin ákveður að kaupa hann –  Magnús prentaði út lög félagsins frá 2007 og fundargerðir stjórnar 2016 – 2018 og setti fundargerðirnar á Usp lykil. Hann setti fundargerðir stjórnar á sér flipa fyrir hvert ár á heimasíðu Geysis

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 21.30

Magnús Lárusson

 

Fundargerð stjórnar

18.3.2019

Staður: Kanslarinn kl.,20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Alma G. Matthíasdóttir og Sigvaldi Lárus Guðmundsson mættu. Hjörvar Ágústsson og Brynja J. Jónasdóttir mættu ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Skipun stjórnar Geysis – óbreytt skipun stjórnar.
  2. Afmæli Geysis – uppskeruhátíð Geysis verður afmælihátið Geysis. Heiðursfélögum Geysis, formanni LH, fyrrverandi formönnum Geysis, formönnum hestamannafélaganna (8) á Suðurlandi, sveitarstjórunum (3) verður boðið á afmælishátíðina. Afmælisnefnd verður skipuð og mun sjá um undirbúning og framkvæmd afmælishluta uppskeruhátíðina.  Bókin um sögu Geysis verður sett í forsölu í sumar.
  3. Félagshús – Geysi vantar geymslupláss og fundaraðstöð. Á aðalfundinum komu fram hugmyndir sem verður unnið með.
  4. Fjórðungsmót ­– Geysi er boðið að vera með á fjórðungsmóti 2019 á Austurlandi. Mótið verður haldið að Fornustekkjum í Hornafirði 11.-14. júlí.  Gæðingamót Geysis verður úrtökumót fyrir fjórðungsmótið og þeir fara sem vilja fara.
  5. Fundur vegna LM 20202 ­– Formaður Geysis var boðaður á fund þriðjudaginn 26.mars með framkvæmdanefnd LM 2020 til að ræða undirbúning og aðkomu hestamannafélaganna á LM 2020.
  6. Önnur mál – auglýsa á haustinn eftir reiðkennurum í verkefni á vegum Geysis fyrir árið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 21.20

Magnús Lárusson

 

Fundargerð stjórnar

1.4.2019

Staður: Kanslarinn kl.,20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Alma G. Matthíasdóttir mættu. Sigvaldi Lárus Guðmundsson, Hjörvar Ágústsson og Brynja J. Jónasdóttir mættu ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. LM 2020 –nokkrir stjórnarmenn fóru á fund mars með undirbúningsnefnd LM2020. Formaður greindi frá störfum undirbúningsnefndar og virðast þau vera á góðu róli.
  2. Stórsýning sunnlenskra hestamanna í Rangárvallahöllinni – sýningin verður á Skírdag. Hafa kynningu á bókinni um sögu Geysis og bjóða bókina í forsölu.
  3. Suðurlandsdeildin 2019 – keppnin gékk vel sem og lokahófið. Magnús setur inn á heimasíðuna hverjir úr stjórn Geysis eru í starfsnefndinni um Suðurlandsdeildina.  Athuga með að byrja deildina næst hálfum mánuði seinna en var gert 2019.
  4. Æska Suðurlands – Keppni barna, unglinga og ungmenna á Suðurlandi. Keppnin gékk vel í heild sinni og líklegt að muni festa sig í sessi.
  5. Önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 21.20

Magnús Lárusson

 

Fundargerð stjórnar

6.5.2019

Staður: Kanslarinn kl.,20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson og Alma G. Matthíasdóttir mættu. Sigvaldi Lárus Guðmundsson, Hjörvar Ágústsson og Brynja J. Jónasdóttir mættu ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Saga Geysis, útlit og forsala – forsala bókarinnar verður út maí. Nefndin tekur ákvarðanir um útlit og innihald.
  2. Æskulýðssýning Geysis 1.maí. – sýningin tókst í alla staði með eindæmum vel. Stefnt er að hafa sýninguna með svipuðu sniði að ári.
  3. LM 2020 – vinnudagar niðri á Gaddstavelli verða í vikunni og um næstu helgi.  Geysir vill taka þátt í að laga vellina og umhverfi.
  4. Gæðingamót Geysis 2019 –   ákveðið var að seinka mótinu um eina viku og halda það 15/16 júní.
  5. Sýnikennsla Peter DeCosemo um dressage þjálfunarkerfi – rúmlega sextíu manns mættu á stórgóða sýnikennslu sem haldin var í Sumarliðabæ 13.apríl .
  6. Önnur mál – stjórn Geysis borgar prentun á plakati, sýningarskrá og leigu á Höllinni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 21.00

Magnús Lárusson

 

Fundargerð stjórnar

3.6.2019

Staður: Kanslarinn kl.,20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Alma G. Matthíasdóttir og Sigvaldi Lárus Guðmundsson mættu. Hjörvar Ágústsson og Brynja J. Jónasdóttir mættu ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Gæðingamót Geysis – Mótið fært til og haldið 15/16 júní. Boðið verður upp á alla flokka gæðingakeppninnar og pollaflokkinn. Skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir sömu helgi og Skeiðfélagið sér um alla framkvæmd skeiðleikanna.  Skráningargjaldið er 5000 kr fyrir fullorðna og ungmenni.  Forkeppnin verður á laugardeginum og úrslitin á sunnudeginum.
  2. Auglýsingar um bók Geysis – Formaðurinn sér um að koma auglýsingu um útgáfu og verð á bókinni um sögu Geysis.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 20.40

Magnús Lárusson