20192019-01-24T22:10:20+00:00

Fundargerð stjórnar

7.1.2019

Staður: Kanslarinn kl.,19.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Sigvaldi Lárus Guðmundsson,  Brynja J. Jónasdóttir,  Alma G. Matthíasdóttir og Hjörvar Ágústsson mættu.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Aðalfundur Geysis – aðalfundurinn verður 26.febrúar kl.20.00 í Rangárhöllinni, til kjörs eru formaður, tveir meðstjórnendur og varamenn, Óli finnur starfsmenn fundarins, Óli velur nokkrar lagagreinar félagsins til að uppfæra og samþykkja á aðalfundinum, bera upp siðareglurnar til samþykktar, kynna heimsíðuna.
  2. Fundargerðir stjórnar á tölvutæku formi – prenta út eitt eintak og setja í möppu sem geymist í Héraðsskjalasafninu að Skógum, eitt eintak á USP lykil (ritari geymir USP) og sett einnig á heimasíðu.
  3. Suðurlandsdeildin 2019 – starfsmenn þarf í ritun, tölvu og sölu á aðgöngumiðum.
  4. Heimasíðan – hafa sér flipa fyrir hverja nefnd og fundargerðir fyrir hvert ár.
  5. Önnur mál – Magnús prentar út lögin fyrir breytingar.

Fleira ekki gert og fundi slitið 20.00

Magnús Lárusson