Fundargerðir

Home//Geysir//Fundargerðir
Fundargerðir 2017-05-22T16:02:44+00:00

Hér eru aðgengilegar fundargerðir stjórnar Geysis.


16.5.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Emilía Sturludóttir og  Alma G. Matthíasdóttir mættu. Hjörvar Ágústsson mætti  ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Heimasíða – Eiríkur Vilhelm Sigurðarson mætti og kynnti nýja heimasíðu Geysis. Stjórninni leist vel á og stefnt er að klára heimssíðuna fyrir mánaðarmótin.
 2. Mót – Íslandsmótsundirbúningur er í góðum gír. Nefndin hittist eða talar saman vikulega.  Gæðingamótið er í byrjun júní, 5.000 kr skráningargjald fyrir fullorðna og ungmenni, og frítt fyrir börn og unglinga.  Dagskráin fer fjölda skráninga.  Punktamótið verður í lok maí, 3.500 kr í skráningargjald  fyrir fullorðna og ungmenni en 1.000 kr fyrir börn og unglinga, allir flokkar og engin úrslit.  Verður á laugardag og fram á sunnudag ef skráning er mikil.
 3. Ferðanefnd – Alma fór yfir fyrirætlanir ferðanefndar. Reiðtúr fyrirhugaður 26.maí, farið frá Velli einhesta um næsta nágrennið.  Athuga með tveggja daga ferð í sumar.
 4. Námskeiðahald – Geysir styrkir hvert barn og ungling um 3.000 kr á ári á auglýstum námskeiðum á vegum Geysis. Sækja þarf um styrkinn til stjórnar.
 5. Önnur mál –  Æskulýðsmálin þarf að efla – staðan í dag er óviðunandi .

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson


4.4.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir mættu en Emilía Sturludóttir, Alma G. Matthíasdóttir og Hjörvar Ágústsson mættu  ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Heimasíða – endurgerð heimasíðu Geysis – stefnt er að því endurgera síðuna – Óli og Eiríkur Vilhelmsson hafa séð um undirbúning að endurgerðinni og í framhaldi þá fengið tilboð upp á 170.000 kr, lén síðunnarkostar um 6.000 kr á ári og um 2.000 kr á mánuði að hýsa síðuna.
 2. Nýtt heimilsfang Geysis? – rætt um að heimilisfangið færist á pósthólf þannig að allur póstur fari á sama stað og síðan sóttur á pósthúsið eða sent á gjaldkera. Óli finnur einnig út hvernig best er að hafa lögheimili félagsins til framtíðar.
 3. Staðan á félagatali Geysis? – 639 félagar eru í Geysi. Félagatalið þarf að vera með 625 félaga til að hafa rétt á 6 knöpum á Landsmót.  Rætt um hvað skal gera til að uppfæra félagatalslistann.
 4. Tillögur að mótanefnd –  Mótanefndin er stjórn Geysis.  Auk þess hafa Jón Páll og Fríða Hansen hafa boðist til að vera með í mótanefnd.  Magnús finnur áhugasama um mót og mótahald til að vinna með mótanefndinni með aðstoð FB.
 5. Undirbúningur fyrir Íslandsmót 2017 – í fínum gangi.
 6. Önnur mál – Startbásar fyrir tvo hesta verða smíðir af Steini Mássyni. Sigurbjörn Bárðarson mun verða hönnuður af þeim. Sótt verður um styrki til smíðarinnar. Verðhugmynd er 1,5 til 2.0 milljónir.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson


7.3.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Emilía Sturludóttir, Alma G. Matthíasdóttir mættu.  Hjörvar Ágústsson mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Ný stjórn skiptir með sér verkum Magnús ritari, Brynja gjaldkeri, aðrir meðstjórnendur með Davíð sem varaformann og Ólafur sem formann.
 2. Saga Geysis – samþykkt aðalfundar – ákveðið að fara í sögugerðina og tilbúin bók 2019. Kostnaður greiddur í fyrirframbókarkaupum og styrkjum.  Samþykkt að fá Þröst Sigurðsson og Einar G. Magnússon til að halda áfram með umsjón sögugerðarinnar.
 3. Hsk þing í Hveragerði 11.mars – 4 fulltrúar – stjórnin finnur fulltrúa á HSK þingið. Þeir sem fara verða skráðir í fundargerð þegar vitað er hverjir fara.
 4. Staðan á starfsnefndunum – að komast í rétt horf.
 5. Önnur mál – Fríða Hansen biður um aðstoð við að halda reiðnámskeið í tengslum við sitt nám. Davíð tekur að sér að sinna FH. Magnús hefur samband við Heklu Hermundsdóttur og Heiðrúnu Halldórsdóttur til að hafa sýnikennslu og fyrirlestur um sín sérsvið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson