Landsmót 2020

////Landsmót 2020
Landsmót 20202017-05-21T11:23:59+00:00

Landsmót hestamanna 2020 verður haldið á Rangárbökkum Hellu af Rangárbökkum ehf í samstarfi hestamannafélaga og sveitarfélaga á suðurlandi.

Eftirfarandi er tekið úr lögum Landssambands hestamannafélaga um Landsmót hestamanna.

6 Reglur um undirbúning og  framkvæmd
6.1 Ákvörðun um Landsmót
Landsmót hestamanna skulu haldin annað hvert ár. Stjórn LH velur og ákveður landsmótsstað hverju sinni að höfðu samráði við rekstraraðila. Skal ákvörðun um mótsstað liggja fyrir a.m.k. fimm árum fyrir það mót sem um ræðir. Samningar skulu vera frágengnir og undirritaðir minnst þremur árum áður. Ef samningar nást ekki skal staðarval endurskoðað. Við staðarval skal stjórn LH hafa til hliðsjónar fjárhagslega hagkvæmni svo og yfirsýn á félagslegt réttlæti. Samhliða staðarákvörðun skal liggja fyrir samningur um eftirgjald (leigu) fyrir mótssvæðið.
Ákvæði til bráðabirgða: Landsmót 2010 sem fara átti fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní – 4.júlí 2010 verði frestað til 26. Júní – 3.júlí 2011 og haldið þá sama stað.
6.2 Hlutverk stjórnar LH
Stjórn LH skal hafa forgöngu og tilsjón með því að allur undirbúningur landsmóta sé vandaður. Stjórnin skal sjá um að traustur rekstraraðili standi að framkvæmd og rekstri mótanna og í samráði við þann aðila sjá um að mótssvæði séu undirbúin og uppfylli kröfur um fyrirmyndar aðstöðu að mati mannvirkjanefndar LH.
6.3 Tímasetning Landsmóta
Tímasetning landsmóta skal ákveðin af stjórn LH og BÍ í samráði við rekstraraðila mótsins. Stefnt skal að því að landsmót fari fram fyrstu viku júlímánaðar.
6.4 Keppnisgreinar Landsmóts
Á Landsmótum skal m.a. fara fram keppni úrvals gæðinga í öllum flokkum svo og keppni úrvalstöltara. Þá skal fara fram sýning úrvals kynbótahrossa og kappreiðar. Í keppni og sýningum skal farið eftir reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
6.5 Val hrossa og keppenda á Landsmót
Val hrossa í gæðingakeppni og keppenda í barna- unglinga og ungmennakeppni á landsmótum skal fara fram hjá félögunum eftir lögum og reglum LH um gæðingakeppni og barna- unglinga- og ungmennakeppni. Barni, unglingi og ungmenni er heimilt að mæta með fleiri en eitt hross í forkeppni í úrtöku sbr reglur um keppni í yngri flokkum, grein 7.7.2. Einkunnir í forkeppni skulu ávallt ráða vali hrossa á landsmót en ekki röðun úr úrslitakeppni sé hún viðhöfð. Þá er félögum heimilt að hafa tvær umferðir og gildir þá betri árangur.