Vetrarmót Geysis eru haldin á hverjum vetri. Vetrarmótin eru þrjú og eru alltaf fyrsta laugardag hvers mánaðar frá febrúar – apríl.

Vetrarmót Geysir eru opin öllum og er keppt í tölti. Að lokinni forkeppni eru úrslit og eru 10 efstu í hverjum flokk í úrslitum. Pör (knapi og hestur) safna stigum í hverri keppni og eru þeim veitt verðlaun á síðasta vetrarmóti hvers vetrar.

Eftirfarandi flokkar eru í boði:
Börn
Unglingar
Ungmenni
Áhugamenn
Opinn flokkur

Á síðasta vetrarmóti hvers árs er boðið uppá flokkinn Unghross og geta þar keppt hross á 4. og 5. vetur.

Upplýsingar um Vetrarmótanefnd er að finna hér.