Íslandsmót í hestaíþróttum

Ársþing LH ákveður hvar Íslandsmót í hestaíþróttum skuli haldið hverju sinni, sbr. 1.2.4. gr. laga LH. Mótshaldari skal senda LH staðfestingu innan 30 daga frá lokum þings um að hann taki að sér mótshaldið. Hafi staðfesting ekki borist innan þeirra tímamarka hefur stjórn LH heimild til að úthluta mótshaldinu til varamótsstaðar.

Á ársþingi LH 2016 var ákveðið að Íslandsmót í hestaíþróttum skildi haldið af Hestamannafélaginu Geysi á Rangárbökkum – Hellu. Mótið verður haldið 6. – 9. júlí.

Á Íslandsmóti verður skellt upp alvöru hestamannaballi með tveimur stærstu ballhljómsveitum Suðurlands. Stuðlabandinu og Albatross!

Sjáumst á Hellu.

Einkunnalágmörk fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum 2017 eru ákveðin af Keppnisnefnd LH og eru sem hér segir:

Tölt T1 6,5

Fjórgangur V1 6,2

Fimmgangur F1 6,0

Tölt T2 6,2

Gæðingaskeið PP1 6,5

250 m skeið 26 sekúndur

150 m skeið 17 sekúndur

100 m skeið 9 sekúndur