Vetrarmót Geysis eru haldin á hverjum vetri. Vetrarmótin eru þrjú og eru alltaf fyrsta laugardag hvers mánaðar frá febrúar – apríl.

Um Vetrarmót
Á vetrarmóti fer fram keppni í tölti innanhús. 
Útfærsla keppni
Skráð er í gegnum Sportfeng. Þrír knapar eru í holli. Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að riðið er hægt tölt og frjáls hraði undir stjórn þular uppá þá hönd sem knapi skráir sig.
Eftir að forkeppni er lokið í hverjum flokk fara fram A og B úrslit. Í úrslitum eru bæði atriði riðin uppá báðar hendur. 5 knapar ríða til A-úrslita og 5 knapar ríða til B-úrslita. Sigurvegari B-úrslita fer ekki upp í A-úrslit.
Dagskrá Vetrarmóts
Pollastund / Þrautabraut
Pollastund fer þannig fram að sett er upp þrautabraut sem pollarnir fara í gegnum undir stjórn leiðbeinanda. Allir pollar velkomnir og ekki þörf á að skrá.
Keppni hefst
– Pollatölt
– Barnaflokkur
– Unglingaflokkur
– Ungmennaflokkur
– Áhugamannaflokkur
– Opinn flokkur
Að lokinni forkeppni í hverjum flokki fyrir sig fara fram úrslit.