Fundargerðir stjórnar fyrir árið 2018 – raðast eftir tímaröð – sú elsta fyrst.

 

Stjórnarfundur – Fundargerð

9.1.2018

Staður: Kanslarinn, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Emelía Sturludóttir, Brynja J. Jónasdóttir, Hjörvar Ágústsson og  Alma G. Matthíasdóttir mættu.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Úrtaka fyrir landsmót 2018 – Hestamannafélögin Sindri, Kópu, Smári, Trausti og Logi standa með Geysi að úttöku fyrir landsmóti 2018.
  2. Bréf frá Rangárþingi ytra – bréfið er svo hljóðandi: „Sæl öll,

Mér hefur verið falið af íþrótta- og tómstundanefnd eftir tillögu frá sveitarstjórn að vinna að framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþróttafélaganna.

Líkt og við vitum öll þá er fjölbreytt aðstaða til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu. Reglulega koma upp óskir um að bæta aðstöðu á ákveðnum stöðum en markmiðið með þessari vinnu er að við getum sameinast um ákveðna framtíðarsýn og og markvisst verði unnið að því í kjölfarið að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Einhver samvinna á sér stað í dag á milli þessara félaga í sveitarfélaginu en markmiðið er að skrásetja það hvernig henni er háttað og í kjölfarið fara yfir hvernig við sjáum hana fyrir okkur til framtíðar.

Fyrst vil ég því óska eftir því að allir ræði þetta í sínu ranni og skili til mín upplýsingum annarsvegar um framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og hinsvegar um stöðu og framtíðarsýn samvinnu íþróttafélaganna. Ég bið alla um að skrifa smá greinargerð um þetta og senda mér í tölvupósti.

Í kjölfarið mun ég taka saman þær upplýsingar sem berast.

Einnig vil ég óska eftir því að öll félög tilnefni 1-2 fulltrúa á vinnufund vegna sama máls (nafn, netfang og símanúmer). Á þeim fundi myndum við fara yfir stöðuna og þær upplýsingar sem borist hafa frá öllum félögum. Í kjölfarið munum við stefna á að koma okkur saman um „framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþróttafélaganna í Rangárþing ytra“. Fyrsti vinnufundur verður haldinn í janúar.

Eftir vinnufundinn í janúar munum við ákveða næstu skref þessa verkefnis.

Ef það eru einhverjar spurningar vegna þessa ekki hika við að hafa samband,

Ég er reiðubúinn að koma á fund ef einhverjir óska eftir því,

Vinsamlegast staðfestið móttöku þessa pósts.“  Eiríkur Vilhelm Sigurðsson —- Magnús verður fulltrúi Geysis. Hefur samband við EVS og semur bréf í samvinnu við Ólaf Þóris í framhaldinu.
3. Þjónustusamningar við sveitarfélögin – Skrifað undir þrjá samninga við sveitarfjlögin þrjú þar sem heildarupphæð 6 milljónir á ári til þriggja ára.

4. Aðalfundur – Stefnt er að hafa aðalfund 13.febrúar ef ársreikningur verður tilbúin. Brynja segir til um það fyrr en síðar. Stackta verður fundarstaður.   Rætt verður um framtíð Geysis á fundinum til að undirbúa uppfærslu laga hestamannafélagsins.  Kosið verður um tvo stjórnarmenn.  Magnús athugar með framvindu á ritun sögu Geysis hjá Þresti Karls.  Starfsnefndir segi frá því sem gerðist á árinu  og hvað er framundan á því næsta.
5. Suðurlandsdeild – Deildin byrjar 6.febrúar.  Geysis sér um ritara, miðasölu og tvo innákallara.
6. Önnur mál – ÓÞ: Nýji Sportfengur er kominn út og verður notaður í Suðurlandsdeildinni.  Davíð skoðar að finna 5 fartölvur.  ML: Hann hefur pantað Benedikt Líndal síðustu helgina í febrúar til að halda sýnikennslu á föstudeginum og kennslu laugardag og sunnudag þar á eftir.  ÓÞ: Athugar með nokkra Geysisjakka til viðbótar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

5.2.2018

Staður: Kanslarinn, kl. 18.30

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, og  Alma G. Matthíasdóttir mættu. Emelía Sturludóttir og Hjörvar Ágústsson mættu ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Aðalfundur Geysis – Óli finnur starfsmenn; fundarstjóra og fundarritara. Emelía gefur ekki kost á sér í áframhaldandi stjórnarsetu – vantar mann í staðinn.  Aðalfundur haldinn á Stakta og byrjar kl 19.30. Veitingar í boði félagsins.  Kynning (30 mín) á kortasjá LH á undan venjulegum aðalfundarstörfum.  Verkefni starfsnefnda og deilda verða kynnt í stuttu máli.  Magnúsi falið að kanna stöðuna á ritun sögu Geysis hjá Þresti Sigurðssyni. Framtíðarstefna Geysis rædd undir liðnum önnur mál.
  2. Lög Geysis – Stjórnarmenn beðnir um að lesa yfir lög félagsins og skoða breytingatillögurnar sem Óli formaður setti á netið. Breytingatillögurnar verða kynntar á aðalfundinum og leitað þar eftir hugmyndum um frekari breytingar.
  3. Starfsnefndir – Skerpa á hlutverki starfsnefndanna. Ef til vill er skynsamlegt að hvíla ferðanefndina.
  4. Önnur mál – Suðurlandsmót á morgun – starfsmenn klárir að mestu? Startbásar eru enn úti.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfunuir – fundargerð

5.3.2018

Staður: Kanslarinn, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Hjörvar Ágústsson og  Alma G. Matthíasdóttir mættu. Emelía Sturludóttir mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Aðalfundur Geysis – fundurinn verðu 12.mars kl 20.00 í Strakta. Óli finnur fundarstjóra og fundarritara. Kosið verður um varaformann, einn meðstjórnanda og varastjórn. Skýrslur koma frá vetrarmótanefnd, reiðveganefnd, fræðslunefnd, æskulýðsnefnd, deilum og stjórn um störf hennar. Reikningar eru tilbúnir og endurskoðaðir. Lög og reglur Geysis verða til umfjöllunar. Kjósa skal níu þingfulltrúa á LH þing. Þröstur Karls gerir grein fyrir samningu sögu Geysis.
  2. HSK þing – Þingið er á laugardaginn 10.mars frá 10.00 – 18.00. Finna 4 fulltrúa frá Geysi. Óli finnur þessa fulltrúa.
  3. Samningar við sveitarfélögin – Fyrirkomulag á greiðslum. Áhersla á nýtt hljóðkerfi og hita upp stúku.  Magnús semur bréf til Rangárhallarinnar og Skeiðvangs um framkvæmdir sem yrðu kostaðar með greiðslum frá sveitarfélögunum.
  4. Keppnisjakkar – Á Geysir að eiga nokkra jakka? Bæta við 4 jökkum og þá á Geysir 6 alls.
  5. Heimasíðan – Einn úr hverri starfsnefnd ætti að læra að setja inn á heimasíðuna. Rætt var um hvernig væri hægt að þjónusta félaga í Geysir um reiðkennslu. Ein hugmynd sem þarf að skoða betur um hvort ætti að vera reiðkennaralisti á heimasíðunni.
  6. Önnur mál – Rætt var um reglur og greinargerð um starfsnefndir og hlutverk þeirra. Einnig um reglur varðandi upphitunarsvæðið í Suðurlandsdeildinni og allir sammála því að þetta sé í góðum málum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundir – fundargerðir

3.4.2018

Staður: Kanslarinn, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, og Sigvaldi Lárus Guðmundsson  mættu. Hjörvar Ágústsson  og Alma G. Matthíasdóttir mættu ekki

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Ný stjórn – Skipt með sér verkum á þann hátt að Brynja verður gjaldkeri og Magnús Sigvaldi boðinn velkominn í varastjórn.
  2. Suðurlandsdeild – Farið yfir framkvæmd Suðurlandsdeildarinnar veturinn 2018. Rúmlega 200.000 kr komu í hlut Geysis fyrir starfsmannahald, dyravörslu og miðasölu .  Rætt var um að loka á ungmennin í áhugamannahlutanum.   Hugmyndin er að finna farveg fyrir ungmennin í sérstakri keppni.   Rætt var um flokkunina áhugamaður og atvinnumaður.   Rætt um að bæta við fimmta kvöldinu með skeið í gegn og slaktauma tölt sem síðasta kvöldið og hafa það á laugardegi og hafa lokahóf strax á eftir.
  3. Keppnisjakkar – Einn búinn að panta. Ákveðið að panta 6 jakka fyrir Geysi.
  4. Næstu skref – Úrtaka fyrir LM 2018 veður í júní. Völlinn þarf að laga. Rukka félasgjald fyrir 2018.  Segja frá 30 daga reglunni á netinu, sem þýðir að 30 dagar þurfa að líða þar til að nýr félgasmaður verði löglegur keppandi.
  5. Önnur mál – Efni á heimasíðu þarf að setja inn af upplýsingafulltrúa hverrar nefndar en ekki í gegnum þriðja aðila.   Setja fræðslulink inn á heimasíðuna s.s. um lista yfir reiðkennara í Geysi, benda á knapamerkin og reiðmanninn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 21.30.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundir – fundargerðir

7.5.2018

Staður: Kanslarinn, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Hjörvar Ágústsson  og Sigvaldi Lárus Guðmundsson  mættu.  Alma G. Matthíasdóttir mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Næstu skref í að bæta aðstöðu á reiðhöllum félagsins – Skeiðvangshöllin:  Hugmyndin er að ganga frá uppsetningu salerna í höllinni.  Einnig að setja gardínur upp í glugga og töflu til að auðvelda bóklega kennslu í efri salinn.  Eins að setja flísar / parket þar á gólfið.  Rangárhöllin: Hugmyndin er að setja plastparket á gólfið í anddyrinu og setja upp þröskuld í dyrnar inn í salinn svo megi loka anddyrið af.   Koma hita inn í höllina með því að setja upp 5 loft í loft varmadælur er sennilega hagkvæmast.    Byrjað verður á framkvæmdum í haust með því að smala í nokkra vinnudaga í september október.
  2. Skeiðfélagið halda leika á Rangárbökkum? – Hjövar, sem er í stjórn skeiðfélagsins, ræddi um að koma á samtali milli stjórnanna að halda eina skeiðleika á Rangárbökkum.
  3. Saga Geysis – Magnúsi falið að tala við Þöst um að ýta við Helga að byrja.
  4. Hjólreiðadagur Rangárþings – Óli tekur að sér að skoða það sem þarf til að hjálpa til.
  5. Úrtaka fyrir LM 2018 – Sameiginleg úrtaka hjá eftirfarandi félögum; Geysi, Trausta, Smára og Loga.
  6. Tölvumál – Það þarf 8 tölvur / spjaldtölvur  til að kerfið nýtist til fulls; eina tölvu á hvern dómara, eina í fótaskoðun, eina í þul og eina í eftirlitsmann sem heldur utan um einkunnir og skráningar og séð um leiðréttingar. Óli ætlar að skoða kostnað og sameign með öðrum félögum á Suðurlandi.
  7. Önnur mál – Enginn.

 Fleira ekki gert og fundi slitið 21.30.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

28.5.2018

Staður: Kanslarinn, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Alma G. Matthíasdóttir og Sigvaldi Lárus Guðmundsson  mættu.  Hjörvar Ágústsson  mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Tölvumál – Tilboð kom frá TRS á Selfossi í 7 spjaldtölvur og eina fartölvu upp á 360.000 kr með vsk. Óli athugar hvort fleiri hestamannafélög á Suðurlandi vilji taka þátt með því að kaupa spjaldtölvur til fjölga tækjum sem keypt eru og reyna að fá meiri aflsátt og nýta uppsetningargjaldið betur. Samþykkt að taka tilboðinu.
  2. Úrtaka – Úrtaka fyrir LM 2018 verður 8.-10. júní (frá seinni part föstudags til sunnudags). Síðasti skráningardagur verður 5.júní. Skráningargjald verður 6.000 kr fyrir fullorðna og ungmenni og 2.000 kr fyrir börn og unglinga .Smári, Trausti og Logi útvega 1 starfsmann hvert félag á dag og er sú umsýlsa í höndum Óla.  Starfsmenn í úrtökuna verða að vera 5 ritarar, 1 þulur, 1 fótaskoðunarmaður, 1 tölvumaður, 2 hliðverði og einn í snatt. Óli sér um að setja aulýsingu á netið.
  3. Punktamót – Boðið verður upp á punktamót í tölti, T1, kl 16.00 sunnudaginn 17.júní. Skráningargjald er 5.000 kr. Óli sér um að auglýsa mótið.
  4. LM 2018 – Reiðjakkar verða sennilega tilbúnir fyrir miðjan júní. Samþykkt var að fá æskulýðsnefndina til að sjá um grill fyrir keppendur sunnudagskvöldið eftir að keppni yngri flokkana er lokið.
  5. Önnur mál – Helgi Sigurðsson kemur á fund á fimmtudagskvöldið 31.maí kl. 20.00 með fulltrúum Geysis til að setja ritun sögu félagsins af stað. Óli ítrekar á netinu um fundinn þegar nær dregur.  Að setja efni inn á heimasíðuna – ÓLI!

Fleira ekki gert og fundi slitið 21.00.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

30.7.2018

Staður: Kanslarinn, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Alma G. Matthíasdóttir og Hjörvar Ágústsson mættu.  Brynja J. Jónasdóttir og Sigvaldi Lárus Guðmundsson  mættu ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Saga Geysis – Helgi Sigðursson hefur hafið ritstörfin við sögu   Hann tekur 1.5 milljónir fyrir ritstörfin og hefur fengið þriðjung,  sem fyrirframgreiðslu, greiddan. Afgangurinn greiðist að ritstörfunum loknum.    Hann hyggst ljúka skrifunum nægilega snemma til að prentun sögunnar verði lokið fyrir 29. Nóvember, sem er afmælisdagur Geysis.
  2. Mót í ágúst – Þrjú mót eru sett á ágúst. Gæðingmót verður verður 10/12. Skeiðkappreiðar verða í 100 m, 150 m og 250 m. Skráningargjald fyrir  kappreiðar eru 3.000 kr.  Börn og unglingar greiða 3.000 kr á skráningu.   Ungmenni, A og B flokkur greiða 6000 kr á skráningu.  Skráningu lýkur á þriðjudagskvöldi. Yngri flokkamót verður helgina 17/19.  Ungmenni og unglingar: T3, V2, F2, T4, PP1 g P2.  Börn: T3, V2 og T7 Pollar: Þrautabraut.  Skráningargjald er 5.000 kr fyrir skráninguna í hringvallargreinar,  og 3.000 kr fyrir skeiðgreinar.WR Suðurlandsmót verður 24/26 fyrir opinn flokk.  Keppt verður í T1, T3, T2, T4, V1, V2, F1, F2, PP1, P1, P2 og P3.    Skráningargjald er 6.000 kr fyrir hringvallargreinar og 3.000 kr fyrir aðrar.
  3. Landsþing LH í október – Geysir má senda 9 fulltrúa á Landsþingið. Tillögur til Landsþings þarf að senda til LH fjórum vikum fyrir Landsþing.
  4. Staðan á LM 2020­ – Fá fund með framkvæmdanefnd um LM 2020 varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og hver er staðan núna.  Óli kallar eftir fundi.
  5. Önnur mál – Að setja efni inn á heimasíðuna – ÓLI?

.

Fleira ekki gert og fundi slitið 22.10.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

6.9.2018

Staður: Hótel Stracta kl. .18.30

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Sigvaldi Lárus Guðmundsson,  Alma G. Matthíasdóttir og Hjörvar Ágústsson mættu.  Brynja J. Jónasdóttir mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Uppskeruhátíð Geysis – Uppskeruhátiðin verður 17.nóvember í Hvolnum Hvolsvelli. Verð 6.500 kr. Fleira ekki tekið fyrir varðandi málið.
  2. Suðurlanddeildin – Deildin byrjar 22.janúar og verður haldin að flestu með hefðbundnu sniði. Alma og Óli verða fulltrúar Geysis í framkvæmdanefndinni.
  3. Landsmót 2020 – Það hefur ekki tekist að koma á fundi með framkvæmdanefnd LM2020 þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
  4. Landsþing 2018­ – Þingið verður 12/13 október á Akureyri. Tillögum þarf að skila inn fyrir 14.september.  Þingfulltrúar Geysis eru stjórnin án Magnúsar og Sigvalda auk þess fara Erlendur Árnason, Sigurður Sigurðarson, Kristinn Guðnason og Jóhann G. Jóhannsson.   Geysir borgar fyrir gistingu og á þingslitsfagnaðinn fyrir fulltrúa og maka.
  5. Önnur mál – Nefndum Geysis og öðrum áhugasömum boðið á fund í haust til að starta starfinu fyrir næsta ár.

.

Fleira ekki gert og fundi slitið 19.45

Magnús Lárusson

 

 

Stjórnarfundur – fundargerð

25.10.2018

Staður: Kanslarinn,  kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, Alma G. Matthíasdóttir og Brynja J. Jónasdóttir mættu. Magnús Lárusson og Hjörvar Ágústsson mættu ekki.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Uppskeruhátíð – Ræddar voru tilnefningar í þá flokka sem verðlauna á og verða titilhafar settir í næstu fundargerð. Hjörvar verður beðinn um að finna kynbótahrossin.Einnig hverjir verða sjálboðaliðar ársins.
    Íþróttaknapi – Sigurður Sigurðarson, Elvar Þormarsson, Davíð Jónsson.
    Gæðingaknapi – Jón Páll Sveinsson, Vignir Siggeirsson, Lena Zielenski.
    Ungmenni – Krístrún Ósk Baldursdóttir, Annika Rut Arnarsdóttir, Eyjalín Harpa.
    Knapi ársins – allir tilnefndir
    Ræktunarbú – Fet, Rauðilækur, Kirkjubær
    Keppnishestabú – Fet, Árbæjarhjáleiga II, Kirkjubær
  2. Siðareglur og fleira – Rangárþing Ytra hefur lagt áherslu á að það verði gerðar siðareglur hjá þeim sem hljóta styrki hjá sveitarfélginu. Einnig er komin meiri krafa frá HSK, ÍSÍ og fleirum í samfélaginu um að það séu siðareglur og aðgerðaráætlanir sem upp koma agamál eða kynferðismál upp hjá íþróttafélögum. Einnig mikil umræða um me-too í samfélaginu undanfarin ár. Alma Gulla ætlar að ath hvernig þessi mál eru hjá öðrum hestamannafélugum. Einnig voru rædd nýju persónuverndarlögin og ætlar Brynja að kynna sér þau mál. Þessi mál verða svo tekin fyrir á fyrsta fundi á nýju ári og teknar ákvarðanir um hvernig Geysir mun fara að.
  3. Önnur mál
    1. Varmadælur í Rangárhöll. Samþykkt að tala við Rangárhöll um hvað vantar til að koma þessu í gagnið fyrir næsta vetur. Setja pening í þetta svo þetta verði að veruleika. Ekki hægt að halda svoan áfram ef við viljum halda jákvæðri umræðu um svæðið.
      Formaður gengur í þetta mál ásamt gjaldkera.
    2. Skeiðvangur. Samþykkt að láta 1.100.000kr í Skeiðvang á Hvolsvelli svo hægt sé að ganga frá salernismálum þar ásamt því að setja gólfefni á salinn upp.
    3. Styrkur til Kristjáns Árna – Samþykkt var að styrkja Kristján Árna um 25.000 kr vegna Svíþjóðarferða sem hann fór í sumar á Youth cup sem er viðburður á vegum FEIF.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið

Ólafur Þórisson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

 

19.11.2018

Staður: Kanslarinn,  kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Sigvaldi Lárus Guðmundsson,  Alma G. Matthíasdóttir, Hjörvar Ágústsson og Brynja J. Jónasdóttir mættu.

Efni fundar og umræður

Dagsskrá (efni – afgreiðsla)

  1. Saga Geysis – Þröstur Sigurðsson mætti á fundinn og sagðist hafa haft samband við Helga Sigurðsson, skrifara sögu Geysis. Skrifarinn er kominn vel af stað.  Hann segir að sig vanti myndir af öllum formönnum félagsins. Eins væri gott að fá eldri gögn frá deildum Geysis.  Gert ráð fyrir að skrifari skili af sér um mánaðarmótin mars og apríl til uppsetningar.  Siðan er það prentunin sem væntanlega fer fram erlendis, leita þarf tilboða.  Stefnt er að selja bókina í forsölu.
  2. Dagskrá Geysis 2019 – þrjú vetrarmót (fyrsta helgin í mánuðum feb.,mars og apríl), Suðurlandsdeildin, 1.maí æskulýðssýning, stórsýning sunnlenskra hestamanna á skírdag (18.apríl), þrígangsmót (seint í apríl), tvö Suðurlandsmót (fyrir eldri 23/25 ágúst og yngri 16/18 ágúst), eitt stórt gæðingamót (8/9 júní), áhugamannamót Íslands (26/28 júlí), punktamót vegna Íslandsmóts og  skeiðmót á vegum Skeiðfélagsins.  Uppskeruhátið/afmælishátið Geysis verður 16.nóvember. Aðalfundur Geysis verður þriðjudagur 26.febrúar.
  3. Afmælisár Geysis 2019 –  minnast afmælisins með atriðum í ýmsum hestaatburðum á árinu og aðalafmælisþungann á uppskeruhátíð Geysis 2019
  4. Fræðslunefnd – viðburðir 2019 ­ – Magnús greindi frá því sem er í vinnslu fá Benidikt Líndal, Steinar Sigurbjörnsson Eyjólfur Íslólfsson og  Peter Docimo í fyrirlestra og sýnikennslu. Kynna knapamerkin og reiðmanninn við tækifæri.
  5. Töltskvísur Suðurlands – Geysir hjálpar til með æfingahúsnæði.

Verðlaunahafar Geysis 2018 – Hér á eftir er listi yfir þá félaga Geysis sem voru heiðraðir á uppskeruhátiðinni og fyrir hvað.

  1. Íþróttaknapi Geysis – Sigurður Sigurðarson
  2. Geysisbikarinn (gæðingabikar Geysis) – Jón Páll Sveinsson
  3. Skeiðskálin – Guðmundur F. Björgvinsson
  4. Ungmennaskálin – Annika Rut Arnarsdóttir
  5. Knapi ársins – Elvar Þormarsson
  6. Mjölnisbikarinn – Guðmundur F. Björgvinsson / Austri frá Úlfsstöðum 7,80
  7. Ræktunarbú – Fet
  8. Keppnishestabú – Árbæjarhjáleiga II
  9. Stóðhestabikarinn – Hæst dæmdi stóðhestur ræ ktaður og í eigu Geysisfélaga árið 2018: Atlas frá Hjallanesi 1 aðaleinkunn 8.76
  10. Hryssubikarinn – Hæst dæmda hryssa ræktuð og í eigu Geysisfélaga árið 2018 : Elja frá Sauðholti 2 aðaleinkunn 8.72

 

Efstu kynbótahross 2018 í hverjum flokki hjá Geysir

  1. vetra hestur.Fenrir frá Feti, F: Loki frá Selfossi, M: Fljóð frá Feti
    Aðaleinkunn: 8.37, Ræktandi: Hrossaræktarbúið Fet ehf
  2. vetra hryssur. Eldey frá Strandarhjáleigu, F: Eldur frá Torfunesi, M: Freyja frá Hvolsvelli Aðaleinkunn8.17, Ræktandi: Þormar Andrésson og Elvar Þormarsson
  3. vetra hestur, Þröstur frá Ármóti, F:Arður frá Brautarholti, M: Sæmd frá Kálfhóli 2
    Aðaleinkunn: 8.49, Ræktandi: Ármótarbúið ehf
  4. 5 vetra hryssa. Sigyn frá Feti, F: Ómur frá Kvistum,M: Vigdís frá Feti
    Aðaleinkunn: 8.56,Ræktandi: Hrossaræktarbúið Fet
  5. 6 vetra hestur. Atlas frá Hjallanesi 1, F: Spuni frá Vesturkoti, M: Atley frá Reykjavík
    Aðaleinkunn: 8.76, Ræktandi: Guðjón Sigurðsson
  6. 6 vetra hryssa. Katla frá Hemlu ll, F: Skýr frá Skálakoti, M: Spyrna frá Síðu
    Aðaleinkunn: 8.72, Ræktandi : Vignir Siggeirsson og Anna Kristín Geirsdóttir
  7. 7 vetra og eldri hestur. Elrir frá Rauðalæk, F: Arnþór frá Auðholtshjáleigu, M: Elísa frá Feti, Aðaleinkunn: 8.66, Ræktandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson og John Sorensen
  8. 7 vetra og eldri hryssa. Elja frá Sauðholti 2, F: Brimnir frá Ketilsstöðum, M: Góa frá Leirulæk, Aðaleinkunn: 8.72, Ræktandi: Jakob S. Þórarinsson og Sigrún Þóroddsdóttir

 

 

  1. Önnur mál – heimasíða; fundargerðir og lýsing á nefndum eru að komast inn á heimasíðuna. Hanna Rún bíður fram krafta sína til reiðkennslu á svæði Geysis.

Fleira ekki gert og fundi slitið 21.45

Magnús Lárusson