Lög fyrir Hestamannafélagið Geysi, Rangárvallasýslu

 

Kafli 1 um nafn og markmið

 1. gr

Nafn hestamannafélagsins er Hestamannafélagið Geysir. Heimili þess, varnarþing og félagssvæði er Rangárvallasýsla(hin forna) það er svæði frá Þjórsá í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Félagið er aðili í LH og HSK sem er aðili að ÍSÍ og er því háð lögum, reglum og samþykktum þeirra þar sem lögum þessum sleppir.

 1. gr

Félagsmenn geta allir orðið sem þess óska. Nýr félagi öðlast félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt aðild hans og hann hefur greitt félagsgjald. Um keppnisrétt fyrir hönd Geysis og á mótum félagsins gilda reglur LH. Þar stendur að keppnisrétt öðlast félagar eftir 30 daga í félaginu.

 1. gr

Markmið félagsins er:
Að stuðla að reiðhestaeign og réttri meðferð reiðhesta hjá almenningi í héraðinu og efla áhuga fólks og þekkingu á fjölhæfni þeirra og íþróttum.
Að fegra og bæta reiðmennskuíþrótt héraðsbúa í formi hinnar fornu hefðbundnu íslensku reiðlistar.
Að rækta reiðhrossastofna héraðsins til meiri fegurðar og kosta.

 1. gr

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:
Halda uppi fræðslustarfi á vegum félagsins um hesta, hestaíþróttir og reiðmennskulistir.
Safna myndum og sönnum sögnum af afburðahestum og afrekum þeirra.
Halda árlega fjölbreyttast hestamót, eitt eða fleiri í héraði.
Hafa samstarf við önnur hestamannafélög og taka þátt í mótum utan Rangárvallasýslu.
Veita hvatningu og uppörvun þeim einstaklingum og félögum sem vinna að ræktun reiðhrossa.

 

Kafli II um starfsdeildir og keppnismót.

 1. gr

Skipta skal félaginu í starfsdeildir, fleiri eða færri eftir atkvikum á hverjum tíma, sem ákveðst á aðalfundi.

 1. gr

Hver deild kýs sér deildarstjóra til eins árs í senn á aðalfundi viðkomandi deildar. Einnig skal hverri deild heimilt að kjósa sér stjórn með deildarstjóra og skal hann þá verða formaður hennar jafnframt. Skal kjörið tilkynnt félagsstjórn fyrir aðalfund. Deildarstjóri/Deildarstjórn skal hafa umsjón og forystu um allt æfinga- og félagsstarf í viðkomandi deild, undirbúning og þátttöku deildarinnar í mótum félagsins. Deildarstjóri er sjálfkjörinn í fulltrúaráð og mótsstjórn.

 1. gr

Mótsstjórn félagsmóts skal þannig skipuð:
Deildarstjórar allir sitja í mótsstjórn en félagsstjórn skipar formann, Mótsstjórn ræður framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn móts.

 1. gr

Um verðlaunarétt og annað varðandi kappreiðar fer að öllu eftir reglum LH. Verðlaunaupphæð ákvarðar félagsstjórn fyrir hvert mót. Um verðlaun fyrir aðrar keppnisgreinar eða sýningar fer eftir sérreglum er þar um gilda á hverjum tíma.

 

Kafli III um stjórn og almenn félagsmál.

 1. gr

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.

Aðalfund skal halda fyrir lok marsmánaðar ár hvert og telst almanaksárið reikningsár félagsins. Til aðalfundar skal boða með auglýsingu með minnst 14 daga fyrirvara.  Auglýsing telst gild hvort sem birting hennar er í héraðsblaði eða á netmiðlum þar á  meðal heimasíðu félagsins. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað og samgönguerfiðleikar, farsóttir eða annað þvílíkt hinrdar ekki fundarsókn. Geta skal þess í fundarboði hvaða lagabreytingar eru til umræðu og samþykktar og skulu þær birtar á heimasíðu félagsins viku fyrir aðalfund.

 1. gr

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
Skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu ári.
Nefndir gefa skýrslur

Reikningar næstliðins árs, sem gjaldkera ber að leggja fram endurskoðaða.

Ákvörðun árgjalds til eins árs.
Lagabreytingar, ef fram koma.
Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
Kosningar skv. 12. gr.

 1. gr

Í kosningum ræður einfaldur meirihluti nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta atkvæða kjörgengra og mættra félagsmanna. Hver félagi hefur aðeins eitt atkvæði. Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum skulu tilkynnt stjórn félagsins minnst einni viku fyrir fund. Fundur getur með 2/3 hluta atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, önnur en lagabreytingar, sem komið er fram, eftir að dagskrá fundarins var auglýst.

 1. gr.

Félagsstjórn skal skipuð fimm mönnum, formanni, varaformanni og þremur meðstjórnendum. Skulu þeir kosnir skriflega til tveggja ára í senn þannig: formaður og tveir meðstjórnendur eru kosnir annað árið og varaformaður og einn meðstjórnandi hitt árið. (Ef í stöðu formanns er kjörinn sitjandi varaformaður skal kosinn nýr varaformaður til eins árs). Kjósa skal tvo menn í varastjórn til eins árs í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum nema formaður og varaformaður sem kosnir eru á aðalfundi. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára í seinn og ganga þeir út sitt árið hvor. Kosning fulltrúa á landsþing LH skal fara fram annað hvert ár eða það ár sem þingið fer fram og skal kjörið vera skv. lögum LH. Þrír stjórnarmenn; formaður, ritari og gjaldkeri skulu vera sjálfkjörnir til setu á landsþingi. Geti einhver nefndra manna ekki mætt á landsþingið skal annar stjórnarmaður mæta í hans stað. Félagsmenn hafa allir sama rétt, með þeirri undantekningu að kjörgengi og kosningarétt til íþróttaþinga (s.s HSK þings) og landsþings hafa þeir félagsmenn, sem náð hafa 16 ára aldri. Skylt er hverjum kjörgengum félaga að taka skipun eða kosningu til trúnaðarstarfa fyrir félagið eitt kjörtímabil, en ekki er hann skyldur að taka endurkjöri.

 1. gr

Aukaaðalfundi má halda ef þörf krefur. Alla boðunar- og tilkynningafresti til aukafundar má hafa helmingi styttri en til reglulegs aðalfundar. Rétt til setu á aukafundi hafa allir skráðir félagsmenn. Á aukaaðalfundi má ekki gera lagabreytingar. Að öðru leiti gilda sömur reglur og um aðalfund.

 

 1. gr.

Stjórn félagsins fer með yfirstjórn félagsins, framkvæmir ályktanir funda og vinnur að málefnum félagsins. Formaður félagsins boðar til funda og stjórnar þeim. Aukafundi skal kalla saman ef 15 félagar óska þess. Aðalstjórn ber ábyrgð á fjármálum félagsins.

 1. gr.

Félagsstjórn og deildarstjórar mynda fulltrúaráð sem kalla skal saman til allra meiriháttar ákvaðarðana er formaður telur við þurfa og ekki er boðað til félagsfundar. Almennir félagsfundir skulu ekki vera færri en tveir á ári svo og er félagsstjórn skylt að boða til félagsfundar ef 15 menn eða fleiri óska þess. Komi fram tillögur á félagsfundi, sem að mati stjórnar hafi veruleg áhrif á starfssemi félagsins, er stjórninni heimilt að boða til framhaldsfundar vegna málsins eigi síðar en 20 dögum síðar. Fundir skulu ætíð boðaðir á tryggan hátt með góðum fyrirvara og skal ætíð geta fundarefnis í fundarboði.

 1. gr

Annan félagsfundinn skal halda fyrir lok nóvember ár hvert og skal skipa í starfsnefndir félagsins. Starfsnefndirnar eru æskulýðsnefnd, fræðslunefnd, vetrarmótanefnd, íþróttamótanefnd, gæðingamótanefnd, reiðveganefnd. Einnig aðrar tímabundar starfsnefndir. Greinargerðir hverrar nefndar er að finna á heimasíðu félgsins.

 1. gr

Árlegt félagsgjald skal ákvarðast á aðalfundi til eins árs í senn.
Félagar sem eru 70 ára og eldri og 17 ára og yngri greiða ekki félagsgjald. Greiði félagsmaður ekki árgjald sitt fyrir áramót skal viðkomandi strikaður út af félagaskrá nema að stjórn sjái ástæðu til að reyna frekari innheimtu vegna sérstakra ástæðna.

 

 1. gr

Óski félagsmaður að ganga úr félaginu skal hann boða formanni það skriflega. Heimilt er að víkja félagsmanni úr félaginu fyrir eftirfarandi sakir: Frekleg brot á lögum félagsins, sérstaka óvirðingu sýnda því svo og ef félagsmaður flyst burt, gengur í annað hestamannafélag eða hættir af öðrum ástæðum þátttöku í félagsstarfi. Þó skal ætíð bera slíkar ákvarðanir undir aðalfund.

 1. gr.

Komi fram tillaga um að leggja félagið niður má aðeins taka hana fyrir á lögmætum aðalfundi. Til samþykktar þarf minnst 2/3 hluta atkvæða. Tillaga um að leggja félagið niður, skal koma fram í fundarboði. Sé samþykkt að leggja félag niður, skal boða til aukaaðalfundar til að staðfesta niðurstöðuna.

Leysist félagið upp af einhverjum ástæðum skulu fasteignir þess seldar og andvirði þeirra lagt inn á bankareikning félagsins með hæstu mögulegu ávöxtun á þeim tíma. Bankabók og aðrar bækur og skjöl félagsins skulu falin Sýslumanni Rangæinga til geymslu og varðveislu. Verði stofnað nýtt hestamannafélag í héraðinu innan 25 ára skulu plögg þessi og fésjóður ganga til þess. Féð þó aðeins til greiðslu kostnaðar við mannvirkjagerð í þágu þess. Hafi féð eigi verið notað í framanskráðum tilgangi að tuttugu og fimm árum liðnum skal héraðsnefnd ráðstafa því til menningarmála innanhéraðs.

Síðast  breytt á aðlafundi Geysis 2018