Fundargerðir stjórnar fyrir árið 2017 – raðast eftir tímaröð – sú elsta fyrst.

 

Stjórnarfundur – fundargerð

9.1.2017

Staður: Kanslarinn Hellu. Kl. 20.00

Mæting: Allir mættir nema Hjörvar og Alexandra.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

1.Múlagerð – Óli afgreiðir málið.
2.Aðalfundur – aðalfundur er settur 22.febrúar á Hótel Strakta kl. 20.00.  Verð fyrir bókun og uppsetning á efnahagsreikningi og rekstrarreikningi er 100.000 kr + vsk. Óli sér um fá fundarstjóra og fundarritara. Vantar tvo í aðalstjórn og einn varamann í stjórn. Hnippt verður í formenn deilda og starfsnefnda til að skila skýrslu. Tillaga að félagsgjaldi er 6.500 kr á 18 ára og eldri. Hálft gjald þar fyrir neðan að 14 ára aldri. Jón Páll og Magnús taka saman þátt ca. 30 mín um önnur hestakyn, reiðmennsku á öðrum hestakynjum og æfingar á hestum.

 1. Staða nefnda – vetrarmótanefndin er tilbúinn sagði Hjörvar. Elli Skíðbakka er kominn af stað með Íslandsmótsnefndina. Æskulýðsnefndin er að myndast. Reiðveganefnd er í mótun.  Fræðslunefnd, mótanefnd og ferðanefnd eru ómannaðar
 2. Gæðingamót – verður fært til 2/4 júní.
 3. Skýrslugerðir til sveitarfélagana v/íþróttamans ársins, til HSK – Óli sér um málið
 4. Önnur mál – fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

6.2.2017

Staður: Kanslarinn Hellu. Kl. 20.00

Mæting: Allir mættir nema Hjörvar og Alexandra.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Suðurlandsdeildin – hvernig gekk fyrsta mótið? – gekk mjög vel í heildina

      2.Aðalfundur – undirbúningur og auglýsing – 22.febrúar kl. 20.00 í Strakta. Auglýsing sett 2x í Búkollu og minna oft á fundinn á FB þegar nær dregur. stö

 1. Aðalfundarskýrslur? – greint frá störfum nefnda – reikningar og skýrsla stjórnar
 2. Staðan á starfsnefndunum – starfsnefndir eru ekki enn fullmannaðar en verða kynntar á FB og á aðalfundinum.  Til að málaflokkur verði virkur þurfa félagsmenn að gefa sig fram hjá fulltrúa stjórnar í starfsnefndinni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

 

Stjórnarfundur – fundargerð

7.3.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Emilía Sturludóttir, Alma G. Matthíasdóttir mættu.  Hjörvar Ágústsson mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Ný stjórn skiptir með sér verkum Magnús ritari, Brynja gjaldkeri, aðrir meðstjórnendur með Davíð sem varaformann og Ólafur sem formann.
 2. Saga Geysis – samþykkt aðalfundar – ákveðið að fara í sögugerðina og tilbúin bók 2019. Kostnaður greiddur í fyrirframbókarkaupum og styrkjum.  Samþykkt að fá Þröst Sigurðsson og Einar G. Magnússon til að halda áfram með umsjón sögugerðarinnar.
 3. Hsk þing í Hveragerði 11.mars – 4 fulltrúar – stjórnin finnur fulltrúa á HSK þingið. Þeir sem fara verða skráðir í fundargerð þegar vitað er hverjir fara.
 4. Staðan á starfsnefndunum – að komast í rétt horf.
 5. Önnur mál – Fríða Hansen biður um aðstoð við að halda reiðnámskeið í tengslum við sitt nám. Davíð tekur að sér að sinna FH. Magnús hefur samband við Heklu Hermundsdóttur og Heiðrúnu Halldórsdóttur til að hafa sýnikennslu og fyrirlestur um sín sérsvið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfunuir – fundargerð

4.4.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdótti mættu en Emilía Sturludóttir, Alma G. Matthíasdóttir og Hjörvar Ágústsson mættu  ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Heimasíða – endurgerð heimasíðu Geysis – stefnt er að því endurgera síðuna – Óli og Eiríkur Vilhelmsson hafa séð um undirbúning að endurgerðinni og í framhaldi þá fengið tilboð upp á 170.000 kr, lén síðunnarkostar um 6.000 kr á ári og um 2.000 kr á mánuði að hýsa síðuna.
 2. Nýtt heimilsfang Geysis? – rætt um að heimilisfangið færist á póshólf þannig að allur póstur fari á sama stað og síðan sóttur á pósthúsið eða sent á gjaldkera. Óli finnur einnig út hvernig best er að hafa lögheimili félagsins til framtíðar.
 3. Staðan á félagatali Geysis? – 639 félagar eru í Geysi. Félagatalið þarf að vera með 625 félaga til að hafa rétt á 6 knöpum á Landsmót.  Rætt um hvað skal gera til að uppfæra félagatalslistann.
 4. Tillögur að mótanefnd –  Mótanefndin er stjórn Geysis.  Auk þess hafa Jón Páll og Fríða Hansen hafa boðist til að vera með í mótanefnd.  Magnús finnur áhugasama um mót og mótahald til að vinna með mótanefndinni með aðstoð FB.
 5. Undirbúningur fyrir Íslandsmót 2017 – í fínum gangi.
 6. Önnur mál – Startbásar fyrir tvo hesta verða smíðir af Steini Mássyni. Sigurbjörn Bárðarson mun verða hönnuður af þeim. Sótt verður um styrki til smíðarinnar. Verðhugmynd er 1,5 til 2.0 milljónir.

 Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

16.5.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Emilía Sturludóttir og  Alma G. Matthíasdóttir mættu. Hjörvar Ágústsson mætti  ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Heimasíða – Eiríkur Vilhelm Sigurðarson mætti og kynnti nýja heimasíðu Geysis. Stjórninni leist vel á og stefnt er að klára heimssíðuna fyrir mánaðarmótin.
 2. Mót – Íslandsmótsundirbúningur er í góðum gír. Nefndin hittist eða talar saman vikulega.  Gæðingamótið er í byrjun júní, 5.000 kr skráningargjald fyrir fullorðna og ungmenni, og frítt fyrir börn og unglinga.  Dagskráin fer fjölda skráninga.  Punktamótið verður í lok maí, 3.500 kr í skráningargjald  fyrir fullorðna og ungmenni en 1.000 kr fyrir börn og unglinga, allir flokkar og engin úrslit.  Verður á laugardag og fram á sunnudag ef skráning er mikil.
 3. Ferðanefnd – Alma fór yfir fyrirætlanir ferðanefndar. Reiðtúr fyrirhugaður 26.maí, farið frá Velli einhesta um næsta nágrennið.  Athuga með tveggja daga ferð í sumar.
 4. Námskeiðahald – Geysir styrkir hvert barn og ungling um 3.000 kr á ári á auglýstum námskeiðum á vegum Geysis. Sækja þarf um styrkinn til stjórnar.
 5. Önnur mál –  Æskulýðsmálin þarf að efla – staðan í dag er óviðunandi .

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundir – fundargerðir

30.6.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 12.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Hjörvar Ágústsson, Eiríkur Vilhelm Sigurðsson mættu.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Íslandsmót 2017 – Farið yfir stöðuna og fyllt í götin .
 2. Önnur mál – Búa til atriðaorðalista yfir verkefnið Íslandsmót til að auðvelda vinnuna við undirbúning, framkvæmd og frágang móta til framtíðar.

    Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lár

 

Stjórnarfundur – fundargerð

1.8.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson og Magnús Lárusson mættu.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Suðurlandsmót yngri flokka – Boðið verður upp á eftirfarandi flokka; Pollaflokk og börn í t3, t7, v2 og v5.  Unglingaflokkar; t3,v2,f2 og gæðingaskeið. Ungmenni; t1,v2,f2,gæðingskeið og100m skeið. Skráningagjöld 5000 kr fyrir hringvallagreinar og skeiðgreiningar 3000 kr. Skráningu lýkur 15.ágúst en mótið verður 18/20 ágúst.  Starfsmannahald skoðað eftir heimsmeistaramót.
 2. Suðurlandamót eldir flokkar – Boðið verður upp á t1, v1,f1, t2 og pp1 fyrir meistaraflokk. Fyrir 1.flokk er boðið upp t3, v2, f2, t4 og gæðingaskeið.  Fyrir 2.flokk t3, v2, f2 og t4.  Fyrir 3.flokk v5 og t7.  Boðið verður upp á 100m, 150m og 250m skeið, fjórir sprettir úr startbásunum og tveir sprettir í 100m.  Skráningargjald er 6000 kr á allar greinar nema 100m skeið en þar er gjaldið 3000 kr. Skráningu lýkur 21.ágúst.  Mótið verður 25/27 ágúst. Starfsmannahald ákveðið síðar.
 3. Stjórnarfundur – verður í byrjun september.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundr – fundargerð

4.9.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Hjörvar Ágústsson og  Alma G. Matthíasdóttir mættu. Emilía Sturludóttir mætti  ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Uppgjör vegna Suðurlandsmóts, Íslandsmóts og Áhugamannamóts Íslands – kostnaður vegna streymisins á Íslandsmótinu gerir það að verkum að mótin eru í heild sinni undir núlli sem honum nemur.
 2. Bréf til íþróttafélaga – meðfylgjandi skjal –                                                       Kæru Íþróttafélög í Rangárþingi                                                                                          sept 2017

Við hjá hestamannafélginu Geysir langar að kanna hug ykkar á því að kaupa í sameiningu vindmælir til að mæla vindstyrk við keppnisbraut. Kappreiðar í hestaíþróttum og hlaupum í öðrum íþróttum. Vindmælir er nauðsynlegur að hafa ef met eru sett í viðkomandi greinum sem krefjast þess.

Höfum aðeins kannað þetta og vindmælir kostar um 100.000kr. Ef áhugi er fyrir hendi þá eru þetta ca 25.000kr á hvert félag.

Með von um góðar undirtektir.

Svar berist í tölvupósti til baka.

Ólafur Þórisson formaður Geysis.

Þetta bréf er sent í tölvupósti á Dímon, Heklu og Garp.  Senda bréfið en laga stafsetningu og orðalag áður.

 1. Samningar við sveitarfélöguninn – umræða hvernig við getum náð svipuðum samningi við sveitarfélögin og önnur íþróttafélög á svæðinu – Óli leitar ráða hjá sveitarstjórum hvernig er best að leggja fram erindi um samning.
 2. Uppskeruhátíð – dagsetning og fleira – haldið 18.nóvember. Hafa á sama stað og sömu umgjörð og síðast. Fjöldi gesta ca. 150 gestir.
 3. Opinn félgsfundur – dagsetning og fleira – miðvikudagskvöldið 1.nóvember.
 4. Önnur mál – fá annað hestamannafélag til að halda áhugamannamót Íslands – gera lista um atriði sem þarf að til halda mót – hafa nefnd fyrir hvert sumarmót – Suðurlandsdeildin; rætt um hvort eigi að hafa 6 í hverju liði, bæta við kvöldi og hafa B og A flokk – uppfæra lög félagsins – næsti fundur fimmtudagskvöldið 21.september.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundir – fundargerðir

23.10.2017

Staður: Kanslarinn Hellu, kl. 20.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Brynja J. Jónasdóttir, Hjörvar Ágústsson og  Alma G. Matthíasdóttir mættu.  Emelía mætti ekki.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Formannafundur LH – hverjir fara – fundurinn er 27.október. Davíð, Alma og Brynja fara fyrir Geysi.
 2. Peningastaða Geysis – leiðir til að ná endum saman – Streymið á Íslandsmótinu og smíði startbása voru stærstu útgjaldaliðirnir og gera peningastöðuna óhagstæða. Hins vegar þá hafa margir styrktaraðilar ekki greitt enn sína styrki þannig að þessi staða er tímabundin. Stjórnarmenn skipta á milli sín að minna styrktaraðila á ógreidda reikninga.
 3. Uppskeruhátíð Geysis – auglýsing, hljómsveit, matur, tilnefningar og fleira – Félagsheimilið Hvoll hýsir uppskeruhátiðina 18.nóvemveber. Hljómsveitin SoFar spilar á uppskeruhátinni. Kjöt frá SS.  Starfsmenn leikskólans Arkar sér um matinn; undirbúning, eldun og frágang, og dyravörsluna.  Veislustjóri verður …….   Búa til lista yfir efstu kynbótahross, gæðinga og sporthrossin. Verðlaun verða veitt fyrir að vera gæðingaknapi, íþróttaknapi, knapi  ársins og skeiðknapi. Einnig fyrir ræktunarbú og keppnishestabú ársins. Hæsti stóðhestur og hryssa verða einnig verðlaunuð.  Mjölnisbikarinn er veittur fyrir hæstu tölteinkunn í forkeppni. Hjörvar sér um verðlaun handa sjálfboða ársins.
 4. Opinn félagsfundur Geysis – dagsetning, nefndir og dagskrá 2018 – fundurinn verður 1.nóvember kl. 20.00 í Kanslarann. Dagatal viðburða verður eftir opna félagsfundinn sett í Búkollu og heimasíðuna.
 5. Önnur mál – Geysisbókin. Stefnt er að samning hennar byrji nú í haust.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundir – fundargerðir

28.11.2017

Staður: Skeiðvelli, kl. 16.00

Mæting: Ólafur Þórisson, Davíð Jónsson, Magnús Lárusson, Emelía Sturludóttir, Brynja J. Jónasdóttir, Hjörvar Ágústsson og  Alma G. Matthíasdóttir mættu.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Félagaskrá Geysis – Stjórnin hóf vinnu við að innheimta ógreidd félagsgjöld fyrir 2017. Meðfram því var byrjað að uppfæra netföng félagsmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Magnús Lárusson