20162018-09-29T09:07:57+00:00

 

Fundargerðir stjórnar fyrir árið 2016 – raðast eftir tímaröð – sú elsta fyrst.

Stjórnarfundur – fundargerð

4.4.2016  

Staður: Kanslarinn Hellu.

Mæting: Allir mættir utan Dóru.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)
1.Félagsjakkar – engin ákvörðun tekin og málið er enn í höndum formanns.

 1. Fríða Hansen – býðst bréflega ásamt vinkonu sinni til að koma að undirbúningi yngri flokka fyrir landsmót 2016. Erindinu vísað til Æskulíðsnefndar til frekar úrvinnslu.
 2. Felix skýrsla – skýrsla til LH og ÍSÍ varðandi stafsemi Geysis. Málið er í höndum formanns.
 3. Dómarar – sækja um dómara fyrir Suðurlandsmót og Áhugamannamót Ísland. Málið er í höndum formanns.
 4. Áhugamannamót Íslands – mótið verður haldið á Hellu í samstarfi við hestamannafélög á Suðurlandi seinni part sumars. Frekari framgangur á málinu er nær dregur. Það kom fram að enn er eftir aðkoma verðlaunagripum síðasta árs til þeirra sem málið varðar. Málið er í höndum formanns.
 5. Hugleiðingar Magnúsar– Hugleiðingarnar voru sendar í tölvu til allra stjórnarmanna með nokkurra daga fyrir vara svo menn gætu myndað sér skoðun. Hugleiðingar Magnúsar voru um að bæta upplýsingaflæði milli stjórnar og félagsmanna með facebook, email og heimasíðu.  Hugleiðingar Magnúsar voru einnig um breytingar á lögum og reglum Geysis varðandi markmið, deildafjölda, starfsnefndir og boðun á fundi.  Málið talið þarft og þarfnast frekari úrvinnslu.
 6. Önnur mál – ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið. Tveggja tíma fundur.

Magnús Lárusson

Stjórnarfundur – fundargerð

7.7.2016

Staður: Kanslarinn Hellu

Mæting: Allir mættir, þ.e. aðal- og varastjórn

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)

 1. Úrtaka 10-12 júní – starfsfólk, dagskrá, ráslistar – gengið frá starfsmönnum – dagskrá kláruð – ráslistar fyrir skeið skýrast þegar nær dregur
 2. LM 2016 – jakkar, treyjur, beitarhólf og annar undirbúning – ljótt merki sem þarf að laga – engar fréttir af treyjum / búningar fyrir yngri keppendur – Óli skoðar og gengur frá við LM2016 stjórn – rætt um breytta reglu varðandi upp á hvaða hönd forkeppnin er riðin – borgað verður keppnisgjöld fyrir keppendur Geysis sama hvernig þeir ná því að komast inn – hópreið Geysis á LM2016
 3. Skilti á hellu – mánaðarlegur styrkur til Geysis – Geysir er að gera samning við Vogabæ sem fær að setja upp skilti til að auglýsa sig við hringtorgið á Hellu og greiðir fyrir það mánaðarlega 95 þúsund í eitt ár. Stjórnin lýsti ánægju sinni yfir samningum. Hugmyndin að setja fjármagnið í byggingu startbása.
 4. Önnur mál – punktamót fyrir töltið á LM2016 byrjar 19.00  á þriðjudaginn 14.júní og kostar þátttakan 4.000 kr á hvern keppanda

                                                        Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

8.8.2016

Staður: Kanslarinn Hellu

Mæting: Óli, Dabbi, Hjörvar og Magnús

Efni fundar og umræður

 1. Suðurlandsmóti fyrir yngri, 12. – 14.ágúst – Óli setur saman dagskrá mótsins og sendir stjórnarmönnum – vantar ritara, þul, tölvumann, fótaskoðunarmann og auka mann.  Óli sér um verðlaunagripi.
 2. Suðurlandsmót fyrir eldri, 19. – 21.ágúst – Óli setur saman dagskrá mótsins og sendir stjórnarmönnum – vantar ritara, þul, tölvumann, fótaskoðunarmann og auka mann. Skráning kostar 6.000 kr í hringvallagreiningarnar og 3.000 kr í skeiðgreinarnar. Boðið verður upp á meistara-, opinn 1 – og opinn 2 flokk. Óli sér um verðlaunagripi.
 3. Landsþing LH verður haldið í Stykkishólmi, 14. – 16.október – Geysir hefur ellefu þingfulltrúa og stjórn Geysis var á síðasta aðalfundi falið að velja þá.
 4. Rætt var um skipulagsmál fyrir næsta ár.

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

6.9.2016

Staður: Kanslarinn Hellu

Mæting: Óli, Dabbi, Dóra, Jón, Hjörvar, Alexandra og Magnús

Efni fundar og umræður

 1. Staðfesta fulltrúa á LH þing. (9.fulltúrar samkvæmt bréfi frá LH) – Fulltrúar verða úr stjórn og varastjórn; Óli, Dabbi, Dóra, Jón, Alexandra. Kristinn G, Jói G, Elli Á og Vignir S gefa kost á að fara.  Kjörbréfið skal sendast fyrir 20.september.
 2. Kostnaður Geysis, gisting og þingslitsfagnaður – Geysir borgar gistingu fyrir fulltrúa og maka, og þingslitsfagnaðinn.
 3. Tilllögur fyrir LH þing – Tillögur þurfa að hafa borist LH fjórum vikum fyrir þing. Tillögur um flokkaskiptingu og skerpa á reglum um félagaskipti til að öðlast keppnisrétt.
 4. Önnur mál – ekki fleira tekið fyrir.

                          Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

24.10.2016

Staður: Kanslarinn Hellu

Mæting: Óli, Dabbi, Dóra, Jón og Magnús

Efni fundar og umræður

1.Landsþingið – þingið fór vel fram og fá ágreiningsefni. Velta fyrir sér að bjóða LH að halda Landsþingið 2018.
2.Suðurlandsdeild – Rangárhöllin sér um allan undirbúninga og auglýsingar.  Geysir sér um að manna störf fyrir deildina.  Óli er ábyrgur fyrir samstarfinu fyrir hönd Geysis.  Óli kemur því til skila að hver keppandi fái stig í liðakeppnni. Vinna að því að fá einn styrktaraðila fyrir öll mót ársins.
3.Uppskeruhátið Geysis – verður haldinn 19.nóvember í Hvolnum, Óli pantaði hljómsveitina „SoFar“. Verð fyrir miða er 5.500 kr. Skeiðknapi, íþróttaknapi, gæðingknapi og knapi ársins, Mjölnisbikar, hæsta kynbótameri í öllum flokkum og hæsti kynbótahestur í öllum flokkum, ræktunarbú og keppnishestabú eru verðlaunuð. Viðurkenning til allra sem komust í úrslit á LM 2016. Sjálfboðaliðar Geysis; 2 valdir og verðlaunaðir. Eignarplattar fyrir hæstu ræktuðu kynbótahross í hverjum flokki. Farndbikarar fyrir hæst dæmdu stóðhest / hryssu ræktuð og í eigu félagsmanna. Jón finnur út kynbótahrossin, Dabbi tekur gæðinga og Mjölni, Dóra tekur íþróttaknapann og keppnishestabúið og Magnús tekur skeiðknapann.  Óli tekur að sér matgæðinginn og staðarhaldarann.  Veislustjóri verður Siggi Sæm / Beggi / ?

4.Opinn félagsfundur – Magnús setur upp aðgerðaráætlun fyrir boðun (síma, FB, meilum og Búkollu) á opna félagsfundinn þar sem á að plana verkefni Geysis fyrir árið 2017.  Eins hvernig er best að nota FB til að koma boðum milli félagsmanna og stjórnar / starfsnefnda.   Áætlunin rædd á fundi 8.nóvember. Stefnt er að halda opna félagsfundinn 23.nóvember.

5.Íslandsmót fullorðna 2017 – haldið aðra helgi júlí.  Fá Erlend Árnason til að stýra mótinu – Dabbi talar við hann.

                       Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

7.11.2016

Staður: Kanslarinn Hellu.

Mæting: Allir mættir utan Hjörvar.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)
1. Uppskeruhátið 2016 – Veislustjóri Jói / Siggi Sæm – verð 6000 kr á mann – Tilnefningar:

Íþróttaknapi:  Guðmundir Björgvinsson, Jón Páll Sveinsson og Sigurður Sigurðsson

Gæðingaknapi: Jón Páll Sveinsson, Elvar Þormarsson og Guðmundur Björvinsson

Mjölnisbikarinn (hæsta tölteinkunn): Jón Páll Sveinsson, 8.20

Skeiðbikarinn: Sigurður Óli Kristinsson, Sigurður Sigurðarson og Davið Jónsson

Knapi ársins:  Jón Páll Sveinsson, Guðmundur Björgvinsson og Elvar Þormarsson

Ræktunarbú:  Árbæjarhjáleiga, Kirkjubær, Hvolsvöllur og Rauðalækur

Keppnishestabú: Leirubakki, Árbæjarhjáleiga og Fet

 1. FB skilaboðaskjóða – býðst

Magnús Lárusson

 

Stjórnarfundur – fundargerð

12.12.2016

Staður: Kanslarinn Hellu. 19.30.

Mæting: Allir mættir utan Dóru og Alexöndru.

Efni fundar og umræður

Dagskrá (efni – afgreiðsla)
1.Kosningar – Hverjir ætla að gefa kost á sér áfram í stjórn – það á að kjósa formann, tvo stjórnameðlimi (Dóra og Jón Páll) og svo tvo varamenn (Hjörvar og Alexandra) – Jón Páll og Dóra gefa ekki kost á sér – Óli og Hjörvar gefa kost á sér – finna tvo aðalmenn og tvo varamenn – setja á vefinn og FB
2.Nefndarskipan – fara yfir hvernig gengur að manna nefndir – setja inn vefinn og FB bæði um starf nefndanna og að það vanti nefndarmenn – eftirfaradi nefndir verða starfandi og tengiliður.

 • Æskulýðsnefnd – Óli
 • Vetrarmótanefnd – Hjörvar
 • Íslandsmótsnefnd – Davíð
 • Ferða- og fræðslunefnd – Magnús (Kristinn Guðnason gaf sig fram í nefndina)
 • Mótanefnd – stjórnin
 • Reiðveganefnd – Óli

3.Félagsfundur – fara yfir málefni opna félagsfundarins – 20 mættu á fundinn – rætt um keppnir, námskeið og hestatengda atburði – hafa punktamót í miðri viku án úrslita.
4.Önnur mál – opinn félagsfundur verður 11.október 2017- uppskeruhátíð Geysis verður 18.nóvember – gæðingakeppni Geysis verður 24 / 25 júní 2017 og reynt að vera með skeiðkappreiðar líka – næsti fundur stjórnar verður 9.janúar 2017.

Magnús Lárusson

Go to Top