Í því tilefni ætlar hestamannafélagið Geysir að vera með smá opinn dag í Rangárhöllinni við Hellu mánudaginn 1.maí og er hugmyndin að byrja kl 14:00.
Sett verður upp þrautabraut fyrir alla þá sem vilja spreyta sig í henni með sinn eigin hest. Þeir sem hafa áhuga á að koma með sinn hest og taka einn útreiðartúr á og við svæðið eru velkomnir.
Það verða nokkrir hestar á staðnum fyrir yngstu kynslóðina sem ekki hafa kost á að koma með hest sjálfir til að prófa að setjast á bak og verða teymdir.
Smá kynning á hestamannafélaginu Geysir.
Svo ætlum við að grilla pulsur og eiga saman góðan og skemmtilegan dag.

Hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á Íslenska hestinum að koma og kíkja á okkur og taka þátt með eða án hests.

Geysir og SS