Punktamót/æfingamót Geysis

Löglegt íþróttmót verður haldið á Rangárbökkum við Hellu helgina 27-28maí 2017 fyrir alla sem vilja spreyta sig og nóg úrval flokka og greina er í boði. Hugmyndin er að mótið sé punktamót/æfingamót sem þýðir að það eru engin úrslit bara forkeppni og gefst knöpum tækifæri að æfa sig. Það verða 3 dómarar. Ef knapar ná lágmarkseinkunn inná Íslandsmót fullorðna þá gilda þær.

Skráning er hafin á sportfeng.com endilega skoðið hvort þið finnið ekki flokk og grein sem hentar þér. Skráning lýkur mánudaginn 22.maí.

Þeir sem ætla að skrá sig í 3 flokk eiga að skrá sig á sportfeng í opinn flokk. Einnig þeir sem ætla að keppa í V5 sem er léttur fjórgangur skrá sig í þrígang.

Ef einhverjar spurningar vakan er hægt að hafa samband í 8637130.

Geysir