Kæru félagar,

Nú er mikið mótasumar framundan og allt búið að vera á fullu á Rangárbökkum undanfarið að laga til vellina með vinnuvélum svo þeir séu tilbúnar fyrir sumarið.

Okkur langar að biðja alla sem hafa tök á að koma og hjálpa okkur á þriðjudagskvöld (23. maí) kl. 20:00 á Rangárbökkum.

Verkefnin eru að laga svæðið til með hrífum, skóflum og þess háttar. Einnig þarf að fara yfir afmarkanirnar (hvítu plöstin) á völlunum eftir veturinn og svo eru mörk önnur minni verkefni og því höfum við verkefni fyrir allar hendur.

Fyrsta mót sumarsins er 27. maí en þá heldur Geysir löglegt punktamót/æfingamót fyrir Íslandsmót.

Stærsta verkefnið okkar í sumar er svo Íslandsmót í hestaíþróttum, 6.-9. júlí, og þar viljum við auðvitað hafa svæðið sem glæsilegast!

Þeir sem komast mega endilega smella like á þessa færslu.

Að sjálfsögðu er kaffi spjall í lokin í Rangárhöllinni þar sem heimsmálin verða rædd!

P.s. Það má endilega grípa með sér verkfæri (skóflur, hrífur, strákústa, kúbein)