Ferðanefnd Geysis ætlar að standa fyrir reiðtúr næstkomandi föstudag 26 maí.

Riðið verður af stað frá Velli í Rangárþingi Eystra og liggur leiðin upp Krappa sem er afar falleg reiðleið milli Fiskár og Eystri-Rangár.
Stefnum á að fara frá Velli kl 18:00 og ætti reiðtúrinn að taka um tvær klst.

Ef veðurguðirnir verða okkur ekki hliðhollir munum við breyta dagsetningu reiðtúrsins.

Vonumst til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu er öll fjölskyldan velkomin með.

Ef einhverjar spurningar eru vinsamlegast sendið póst á hmfgeysir@hmfgeysir.is