Reiðveganefnd Geysis óskar eftir umsóknum frá félagsmönnum vegna undirbúnings 5 ára framkvæmdaáætlunar fyrir félagið. Umsóknir geta verið vegna lagningar nýrra reiðvega, vegna viðhalds eldri vega, vegna merkinga, vegna viðhalds áningarhólfa o.s.frv.

Tilgreina þarf í umsókninni: – Staðsetningu og lengd reiðgötu (eða verkefnis) – Stutt lýsing á núverandi aðstæðum og hvað þurfi að gera til að gatan verði greiðfær/hættulaus – Áætlaður heildarkostnaður og skipting hans í annars vegar aðkeypta vinnu/efni og hins vegar mótframlag félagsmanna í formi vinnu/efnis/tækja (umsóknir þar sem aðstandendur umsóknar koma með mótframlag fá almennt meiri hljómgrunn hjá Reiðvegasjóði þegar við svo leggjum þær fram) – Hverjir standa að umsókninni

Þeir sem lagt hafa fram umsóknir en ekki enn fengið úthlutun eru beðnir um að endurnýja umsóknina til að tryggja að við gleymum engum.

Eins er gott að fá frá félagsmönnum ábendingar um ástand núverandi reiðvega hafi menn tekið eftir köflum sem eru erfiðir eða hættulegi yfirferðar á ferðum sínum um svæðið.

Umsóknir sendist til Kristínar: vegghamar@internet.is fyrir 15.júní