Æskulýðssýning Geysis fór fram þann 1.maí 2018 í Rangárhöllinni á Hellu. Stórkostleg sýning þar sem um 75 Geysis börn, unglingar og ungmenni á aldrinum frá 3 ára til 22 tóku þátt og sýndu listir sýnar og hvað þau hafa verið dugleg í vetur að æfa sig. Sveitarstjórarnir okkar í Ásahrepp, Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra komu og settu hátíðina og svo tóku börnin við þar sem pollar komu fram í fjölbreyttum búningum á hestum sínum, þrautabrautir, skrautsýningar, hindrunarstökk, Bettina með hestvagninn og fleira skemmtilegt. Áhorfendapallarnir voru þéttsetnir og má áætla að á staðunum hafi verið um 300 manns að horfa á og taka þátt í þessari frábæru sýningu. Þökkum við öllum börnum, unglingum og ungmennum sem tóku þátt í sýningunni og líka þeim sem hafa tekið þátt í fjölbreyttu æskulýðsstarfi hjá okkur í vetur sem gátu ekki verið hjá okkur í dag. Leiðbeinendum, kennurum og þjálfurum þökkum við einnig kærlega fyrir samveruna í sýningunni og námskeiðin í vetur. Viljum við einnig þakka öllum þeim sem komið hafa að æskulýðsstarfinu á einhvern hátt kærlega fyrir hjálpina, þetta er ekki framkvæmanlegt nema margar hendur hjálpist að.
Takk kærlega fyrir okkur
Æskulýðsnefnd Geysis