Nú eftir fyrsta dag á LM 2018 þegar forkeppni í barnaflokki og unglingaflokki er lokið þá má fyrst nefna að allir keppendur stóðu sig vel. Eik Elvarsdóttir, Herdís Björg Jóhannsdóttir, Elísabet Vaka Guðmundsdóttir, Jón Ársæll Bergmann, Sigurður Steingrímsson komust áfram í milliriðla í barnaflokki. Oddný Lilja Birgisdóttir, Svandís Rós Treffer Jónsdóttir komust áfram í milliriðla í unglingaflokki en aðrir keppendur í þessum flokkum luku keppni í dag. Óskum við öllum keppendum til hamingju með árangurinn.