Dagur 3 á LM bauð uppá stórkostlegan A-flokk þar sem Roði og ÁrniBjörn Pálsson, Penni og Jón Páll Sveinsson, Dropi og Hanna Rún, Ásdís og Vignir Siggeirsson, Jarl og Hekla Katharína Kristinsdóttir, Óskahringur og Viðar Ingólfsson, Nói og Daníel Jónsson komust áfram í milliriðla.

Svo var líka milliriðill í barnaflokki þar sem Elísabet Vaka Guðmundsdóttir á Náttfara fara efst inní A-úrslit og einnig í A-úrslitum er Sigurður Steingrímsson og Elva.
Eik, Herdís og Jón er enduðu svo rétt fyrir utan B-úrslit.

Óskum við öllum keppendum til hamingju með árangurinn í dag.