Kæri Geysisfélagi,

Í tilefni þess að greiðsluseðill vegna félagsgjalds ársins 2023 hefur birst í heimabanka allra félagsmanna 18 – 69 ára þá sendum við ykkur nokkur atriði úr starfsemi félagsins ?

Stjórn

Ný stjórn Hestamannafélagsins Geysis tók við á aðalfundi félagsins þann 1. mars s.l.

Stjórn skipa: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson (formaður), Lárus Jóhann Guðmundsson (vara-formaður og gjaldkeri), Dórothea Oddsdóttir (ritari), Marta Gunnarsdóttir og Guðmundur Björgvinsson. Í varastjórn sitja Jónína Lilja Pálmadóttir og Sóley Margeirsdóttir.

Æskulýðsstarf

Æskulýðsnefnd hefur staðið fyrir öflugu æskulýðsstarfi með reglulegum viðburðum og reiðnámskeiðum. Framundan er Æskulýðssýning þann 1. maí í Rangárhöllinni á Hellu.

Fræðslustarf

Fræðslustarf fyrir félagsmenn fer í gang í haust og verður auglýst á heimasíðu og Facebook og eftir atvikum í Búkollu. Það eru laus sæti í fræðslunefnd og hvetjum við fólk til þess að hafa samband við undirritaðann hafi það áhuga á því að taka þátt.

Keppni

Staðið hefur verið fyrir öflugu mótahaldi síðustu ár og er árið í ár engin undantekning á því. Mót félagsins standa öllum opin og fer yfirleitt fram keppni á öllum getustigum. Við hvetjum félagsmenn til þess að fjölmenna.

Reiðvegir

Reiðveganefnd hefur staðið fyrir gríðarlegri uppbyggingu á reiðvegakerfi Rangárvallasýslu ásamt því að standa að uppbyggingu áningarhólfa á Rangárvalla- og Landmannaafrétti.

Sportabler

Til þess að halda utanum félagatal félagsins sem og skráningar á námskeið þá tók félagið upp Sportabler á árinu í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga. Við hvetjum alla til þess að skrá sig inn og með því uppfærast upplýsingar um netfang og símanúmer á félagatali.

Worldfengur

Allir félagsmenn í Hestamannafélaginu Geysi fá frían aðgang að Worldfeng innifalið í félagsgjaldinu. Til þess að virkja þennan aðgang þá þurfa félagsmenn að senda póst á hmfgeysir@gmail.com

Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins er að finna á Heimasíðu félagsins, www.hmfgeysir.is og stefnum við á að halda henni uppfærðri. Við erum stolt af félaginu og því mikla starfi sem þar fer fram.

Stjórn Hestamannafélagsins Geysis

P.s. Allar ábendingar sendist á hmfgeysir@gmail.com