Starf Hestamannafélagsins Geysis er fjölbreytt og í mörg horn að líta. Mótahald, viðburðir, nefndarstarf og fræðsla svo eitthvað sé nefnt.

Það er skemmtilegt og gefandi að leggja sitt af mörkum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, hvort heldur er við einstaka viðburði, skipulagningu og framkvæmd, ýmiskonar skipulag verkefna, stjórnarstörf og stefnumótun.

Framundan er viðburðarríkt tímabil í mótahaldi hjá félaginu og leitum við að áhugasömum aðilum sem eru reiðubúnir að aðstoða við þá viðburði. Undanfarin ár hafa verið haldin vel sótt hestamót á Hellu og hefur starf félagsmanna þar verið gríðarlega mikilvægt.

Verkefnin á mótum eru fjölbreytt ritarar, fótaskoðun, þulir, ljósmyndarar, hliðverðir, uppsetning, frágangur og margt fleira.

Hafir þú tök á að vera með okkur í sumar smelltu hér. 

Fyrir komandi tímabil þurfum við að eiga virkan tengiliðalista yfir þá sem tök hafa á að koma að komandi viðburðum.

Viðburðir sumarið 2023 eru:

Æskulýðssýning Geysis – 1. maí

WR Íþróttamót Geysis – 11.-14. maí

Gæðingamót Geysis – 9.-11. júní

Íslandsmót barna- og unglinga – 13. – 16. júlí

Suðurlandsmót yngri flokka – 18.-20. ágúst

WR Suðurlandsmót – 25.-27. ágúst