Íslandsmót barna- og unglinga fer fram á Rangárbökkum við Hellu dagana 13. – 16. júlí. Undirbúningur er hafinn enda viðburðurinn einn af skemmtilegri viðburðum hvers árs.

Undirbúningsnefnd skipa: Sóley Margeirsdóttir, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Ólafur Þórisson, Marta Gunnarsdóttir, Guðmundur Björgvinsson og Lárus Jóhann Guðmundsson.
Verið er að skipa helstu nefndir og munu þær verða kallaðar saman í maí.
Fyrirspurnir vegna mótsins berist á hmfgeysir@hmfgeysir.is