Það líður senn að árlegu hestaferðinni okkar hjá Æskulýðsnefnd Geysis.
Opið fyrir skráningar til 6. júní.
Lagt verður af stað 14 júní um hádegi og haldið til fjalla, gist ein nótt í skála og riðið heim um miðjan dag 15 júní.
Hæfniskröfur:
Aldurstakmar í ferðina er 10 ára (á árinu)
Vera farin að ríða alveg sjálf og hafa úthald í 3-4 tíma reið.
Hafa aðgang að góðum og henntugum hesti.
Riðið er um 15 km dagleið á einum hesti, með stoppum. Hesturinn þarf að vera vel járnaður og líkamlega hraustur.
Æskulýðsnefndin sér um allan mat og snarl fyrir börnin.
Þegar nær dregur kemur listi til þátttakenda hvað skal hafa meðferðis.​
Nánari upplýsingar veitir Alma Gulla Matthíasdóttir s: 6612401