Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest á Opið Gæðingamót Geysis til þriðjudagskvölds 6. júni kl. 23:59. Pollaflokk hefur verið bætt við og fer skráning í hann fram í gegnum www.sportfeng.com.

Ef einhverjir þurfa aðstoð við skráningar þá er hægt að hafa samband á netfanginu hmfgeysir@hmfgeysir.is .

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka:

– A flokkur (gæðingaflokkur 1 og 2)

– B flokkur (gæðingaflokkur 1 og 2)

– A flokkur Ungmenna

– B flokkur Ungmenna

– Unglingaflokkur

– Barnaflokkur

– Gæðingatölt Fullorðins-, ungmenna-, unglinga- og barnaflokkur)

– 250m skeið

– 150m skeið

– 100m skeið

– Pollagæðingakeppni

 

Skráningargjöld eru eftirfarandi:

– 7.500 kr í Fullorðins og ungmennaflokka.

– 5.000 kr í Unglinga- og barnaflokk sem og skeiðgreinar.

– 0 kr í Pollagæðingakeppni

 

Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga:

– Nái skráningar ekki viðunandi fjölda fellur flokkur niður eða verður sameinaður öðrum eftir atvikum.

– Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni.

 

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Rangárbökkum!

 

Mótsnefnd Gæðingamóts Geysis 2023