Skráning er hafin á Íslandsmót barna og unglinga sem haldið verður á félagssvæði Geysis á Rangárbökkum dagana 12.-16. júlí.
Skráningarfrestur verður til miðnættis föstudaginn 7. júlí. Undirbúningur er á fullu og gerum við ráð fyrir virkilega skemmtilegu móti með örlitlu breyttu sniði þar sem einnig verður boðið upp á gæðingakeppni sem gestagrein.
Að okkar mati er þetta einn af skemmtilegri viðburðum ársins og hlökkum við mikið til að taka á móti börnum, unglingum, aðstandendum þeirra og öðrum áhorfendum á félagssvæði okkar Geysis!
Okkar stærsti bakhjarl er Hrossaræktarbúið Hjarðartún og þökkum við þeim kærlega fyrir að koma að þessu með okkur.
Fylgist með á facebook-síðunni Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum 2023 – þar munu allar helstu upplýsingar birtast bæði í aðdraganda mótsins sem og á mótinu sjálfu.
Fyrirspurnir vegna mótsins berist á skraninggeysir@gmail.com eða hjá Óla í síma 863-7130 og Sóleyju í síma 867-7460. Ef upp koma vandamál með skráningu þegar komið er í greiðlsugáttina endilega hafið samband ef vandamál koma upp eftir fyrstu tilraun
 
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Barnaflokkur:
Tölt T3
Fjórgangur V2
Slaktaumatölt T4
Gæðingalist (Fimikeppni í Sportfeng)
Unglingaflokkur:
Tölt T1
Fjórgangur V1
Fimmgangur F2
Slaktaumatölt T4
100 m skeið
Gæðingaskeið
Gæðingalist (Fimikeppni í Sportfeng)
Gæðingakeppni – Gestagrein (ekki keppt um Íslandsmeistaratitil)
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Gæðingatölt barna
Gæðingatölt unglinga
 
 
Íslandsmótsnefnd skipa: Sóley Margeirsdóttir, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Ólafur Þórisson, Marta Gunnarsdóttir, Guðmundur Björgvinsson og Lárus Jóhann Guðmundsson.