Hestamannafélagið Geysir tók að sér það mikilvæga verkefni að halda Íslandsmót barna- og unglinga í sumar og óskum við eftir kröftum félgasmanna við framkvæmd mótsins. Mótið verður haldið á félagssvæðinu okkar á Rangárbökkum 12. – 16. júlí n.k.

Það er skemmtilegt og gefandi að leggja sitt af mörkum.

Verkefnin á mótinu eru fjölbreytt ritarar, fótaskoðun, þulir, ljósmyndarar, hliðverðir, uppsetning, frágangur og margt fleira.

Hafir þú tök á að aðstoða okkur við framkvæmd mótsins þá endilega settu þig í samband við okkur með því að senda póst á hmfgeysir@gmail.com senda okkur skilaboð á Facebook eða hringja í Sóley framkvæmdarstjóra mótsins í s: 8677460 eða Ólaf Þórisson mótsstjóra í s: 8637130.