Helgina 09-10. desember mun hópur frá Hestamannafélaginu Þyt koma til okkar og æfa í Rangárhöllinni. Sameiginleg æfing þeirra sem stundað hafa hestafimleika í vetur og krakkana að norðan verður á sunnudag.

Hópurinn frá Þyt býður á sýningu á sunnudagsmorgun kl. 10:30 og er sýningin um 30 mín.

Það eru allir velkomnir að sjá flotta krakka og kynnast hestafimleikum.