Kæru félagar,

Gleðilegt nýtt ár!

Nú eru námskeið vorannar fyrir börn, unglinga og ungmenni rétt ólent í Sportabler og það opnar fyrir skráningu kl. 17:00 á morgun 4. janúar, skráningarfrestur og ítarlegar upplýsingar um hvert námskeið má finna í Sportabler á morgun.

Námskeiðin byrja í viku þrjú eða fjögur.

Vefverslunin er aðgengileg hér : Sportabler

Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga verður haldið á tveimur stöðum, Rangárhöll (Hellu) og Skeiðvangi (Hvolsvelli). Markmið námskeiðsins er að efla kjark, jafnvægi og samspil knapa og hests sem og gera greinarmun á gangtegundum íslenska hestsins. Námskeiðið er sniðið að getustigi hvers hóps og hentar því öllum börnum og unglingum. Þátttakendur þurfa að mæta með eigin hest og hafa vald á hestinum.

Kennt verður á miðvikudögum í Rangárhöll og mánudögum/miðvikudögum í Skeiðvangi.

Reiðkennarar: Hjörvar Ágústsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir í Rangárhöll, Alma Gulla Matthíasdóttir í Skeiðvangi.

Námskeiðið er hópaskipt (4-6 knapar í hóp) og er hver kennslustund 45 mín.

Námskeiðið eru 12 skipti.

Skráning hefst 4. janúar

Áætlað er að námskeiðin hefjist í viku 3 eða 4.

Verð: 18.500 kr

Keppnisnámskeið börn/unglinga/ungmenni

Markmið keppnishópsins er að ná saman öllum þeim Geysis börnum, unglingum og ungmennum sem áhuga hafa á keppni á komandi tímabili.

Námskeiðið er fyrir alla hvort sem þið eruð að stíga ykkur fyrstu skref eða eruð virkir keppendur. Framundan er Landsmót hestamanna í Reykjavík ásamt öðrum reglulegum viðburðum.

Reiðkennari er Sigvaldi Lárus Guðmundsson. Sigvaldi Lárus er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum, við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, hefur kennt Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára. Ásamt þessu hefur hann tamið og þjálfað hross víða til margra ára.

Kennslan verður í formi einkakennslu. 40 mín einkatímar í 7 skipti yfir tímabilið janúar – maí.
Kennt verður á fimmtudögum.

Fyrirkomulag kennslu er ákveðið í samráði reiðkennara og nemanda.

Verð: 20.000 kr

Hestafimleikar

Hestafimleikar eru hugsaðir fyrir þá sem áhuga hafa á skemmtilegri íþrótt sem sameinar fimleika og hestamennsku. Til þess að taka þátt í hestafimleikum þarf ekki að koma með eða eiga hest.

Boðið verður uppá einn tíma í viku í Rangárhöllinni með hesti og einn tíma í viku í íþróttahúsinu á Hellu án hests. Kennt verður á mánudögum og þriðjudögum í reiðhöll og á föstudögum í íþróttahúsinu á Hellu.

Allir geta tekið þátt óháð reynslu þeirra af hestamennsku eða fimleikum.

Námskeiðið er sex vikur og verður kennt tvisvar. Fyrstu sex vikurnar í Rangárhöllinni/Hellu og seinni sex í Skeiðvangi/Hvolsvelli.

Reiðkennari er Jónína Lilja Pálmadóttir sem jafnframt er útskrifaður reiðkennari
frá Háskólanum á Hólum.

Börn fædd 2007-2019 geta skráð sig.

Verð: 15.000 kr

Hestamennska með Óla og Ölmu

Námskeiðið mun efla börnin, bæta kjark, þor og jafnvægi í gegnum leik og starf. Áhersla lögð á jafnvægisæfingar og stjórnun hestsins í gegnum þrautir og leiki. Þátttakendur mæta með eigin hest.

Hver og einn tími inniheldur fjölbreytta afþreyingu s.s. hindrunarstökk, hestafótbolta, jafnvægisæfingar í hringteymingu/berbakt/ístaðslaust, smalaþrautir að hleypa undir stjórn o.fl.

Námskeiðið er opið börnum, unglingum og ungmennum.

Staðsetning: Rangárhöllin og Skeiðvangur

Reiðkennarar eru Ólafur Þórisson og Alma Gulla Matthíasdóttir. Alma er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og Ólafur hefur mikla reynslu af keppni, þjálfun og reiðkennslu.

Námskeiðið er sex skipti á tímabilinu feb, mars og apríl.

Kennt verður um helgar. Dagsetningar námskeiðsins eru aðgengilegar í Sportabler.

Verð: 14.000 kr

Vetrarmót

Vetrarmót eru haldin fyrsta laugardag í febrúar, mars og apríl.

Öll vetrarmót hefjast á Pollastund þar sem þátttaka er óháð aldri en þátttakendur mæta með eigin hest.

Keppni fer fram í flokki barna, unglinga og ungmenna ásamt fullorðinsflokkum.

Í hestaíþróttum öðlast knapar keppnisrétt á 10. ári.

Önnur námskeið

Fleiri námskeið verða auglýst þegar líður á veturinn.

Skráning á öll námskeið á www.sportabler.com/shop/geysir

Skráning opnar fimmtudaginn 4. janúar kl. 17:00

 

Allar fyrirspurnir vegna námskeiða sendist á hmfgeysir@gmail.com