Eftirfarandi námskeið verða í boði fyrir fullorðna á vegum Hestamannafélagsins Geysis fyrir fullorðna. Einnig mun verða boðið uppá sýnikennslur í vetur og verða þær auglýstar fljótlega.

Skráning fer eingöngu fram í gegnum www.abler.io/shop/geysir

Tölthópur karla

Námskeiðið er ætlað öllum körlum sem hafa gaman af þvi að bæta sig og hrossin sín og kynnast öðrum. Markmiðið er að hafa gaman saman og bæta sig og sinn hest í góðum hóp.

Kennari: Hjörvar Ágústsson

Námskeiðið hefst 24. janúar og verður á miðvikudögum í Rangárhöllinni á Hellu.

Hópurinn mun hittast allur saman í eina klukkustund í senn í sex skipti.

Skráning opin til 20. janúar.

Tölthópur kvenna

Námskeiðið er ætlað öllum konum sem hafa gaman af þvi að bæta sig og hrossin sín og kynnast öðrum. Markmiðið er að hafa gaman saman og bæta sig og sinn hest í góðum hóp.

Kennari: Caro Böse

Námskeiðið hefst 22. janúar og verður á mánudögum í Rangárhöllinni á Hellu.

Hópurinn mun hittast allur saman í eina klukkustund í senn í sex skipti.

Skráning er opin til 20. janúar.

Einkatímar

Reiðkennarar bjóða uppá einkatíma í samstarfi við Hestamannafélagið Geysi og munu þeir verða bókaðir í gegnum Sportabler líkt og önnur námskeið. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að reiðhöll til kennslu sem er á mun lægra gjaldi en almennt. Reiðkennarar bjóða uppá kennslu í Rangárhöllinni á Hellu og Skeiðvangi á Hvolsvelli. Bókaðir eru þrír tímar í senn. Tveir geta nýtt sér tímann saman.

Hver tími er 45 mínútur.

Reiðkennarar sem bjóða uppá einkatíma í samráði við Geysi eru: Alma Gulla Matthíasdóttir, Caro Böse, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hjörvar Ágústsson, Jónína Lilja Pálmadóttir og Sigvaldi Lárus Guðmundsson.

Þegar einkatími hefur verið bókaður koma reiðkennari og nemandi sér saman um tíma.