Aðalfundur Hestamannafélagsins Geysis fer fram miðvikudaginn 6. mars í Rangárhöllinni á Hellu og hefst kl. 19:00.

Kynna þarf breytingartillögur á lögum félagsins viku fyrir aðalfund og er það gert hér með.

Til umræðu verða 2.,5.,6.,7.,8., 10., 11., 12., 15. og 16. grein.

Núverandi lög má finna hér. 

  1. grein í dag

Félagsmenn geta allir orðið sem þess óska. Nýr félagi öðlast félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt aðild hans og hann hefur greitt félagsgjald. Um keppnisrétt fyrir hönd Geysis og á mótum félagsins gilda reglur LH. Þar stendur að keppnisrétt öðlast félagar eftir 30 daga í félaginu.

Tillaga að 2. grein.

Félagsmenn geta allir orðið sem þess óska. Nýr félagi öðlast félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt aðild hans og hann hefur greitt félagsgjald. Um keppnisrétt fyrir hönd Geysis og á mótum félagsins gilda reglur LH.

  1. grein í dag

Skipta skal félaginu í starfsdeildir, fleiri eða færri eftir atkvikum á hverjum tíma, sem ákveðst á aðalfundi.

Tillaga að 5. grein.

Heimilt er að skipta félaginu í starfsdeildir, fleiri eða færri eftir atvikum á hverjum tíma.

  1. grein í dag

Hver deild kýs sér deildarstjóra til eins árs í senn á aðalfundi viðkomandi deildar. Einnig skal hverri deild heimilt að kjósa sér stjórn með deildarstjóra og skal hann þá verða formaður hennar jafnframt. Skal kjörið tilkynnt félagsstjórn fyrir aðalfund. Deildarstjóri/Deildarstjórn skal hafa umsjón og forystu um allt æfinga- og félagsstarf í viðkomandi deild, undirbúning og þátttöku deildarinnar í mótum félagsins. Deildarstjóri er sjálfkjörinn í fulltrúaráð og mótsstjórn.

Tillaga að 6. grein.

Tillaga er um að greinin verði alveg tekin út.

  1. grein í dag

Mótsstjórn félagsmóts skal þannig skipuð:
Deildarstjórar allir sitja í mótsstjórn en félagsstjórn skipar formann, Mótsstjórn ræður framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn móts.

Tillaga að 7. Grein

Tillaga er um að greinin verði alveg tekin út.

  1. grein í dag

Um verðlaunarétt og annað varðandi kappreiðar fer að öllu eftir reglum LH. Verðlaunaupphæð ákvarðar félagsstjórn fyrir hvert mót. Um verðlaun fyrir aðrar keppnisgreinar eða sýningar fer eftir sérreglum er þar um gilda á hverjum tíma.

Tillaga er um að greinin verði alveg tekin út.

  1. grein í dag

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
Skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu ári.
Nefndir gefa skýrslur

Reikningar næstliðins árs, sem gjaldkera ber að leggja fram endurskoðaða.

Ákvörðun árgjalds til eins árs.
Lagabreytingar, ef fram koma.
Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
Kosningar skv. 12. gr.

Tillaga að 10. Grein (verður 7. grein)

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarritara og fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Skýrslur nefnda
4. Endurskoðaður ársreikningur
5. Ákvörðun árgjalds til eins árs.
6. Lagabreytingar
7. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
8. Kosningar skv. 12. gr.

  1. grein

Í kosningum ræður einfaldur meirihluti nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta atkvæða kjörgengra og mættra félagsmanna. Hver félagi hefur aðeins eitt atkvæði. Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum skulu tilkynnt stjórn félagsins minnst einni viku fyrir fund. Fundur getur með 2/3 hluta atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, önnur en lagabreytingar, sem komið er fram, eftir að dagskrá fundarins var auglýst.

Tillaga að 11. grein (verður 8 grein)

Í kosningum ræður einfaldur meirihluti nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta atkvæða. Hver félagi hefur aðeins eitt atkvæði. Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum skulu tilkynnt stjórn félagsins minnst einni viku fyrir fund. Fundur getur með 2/3 hluta atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, önnur en lagabreytingar, sem komið er fram, eftir að dagskrá fundarins var auglýst.

  1. grein

Félagsstjórn skal skipuð fimm mönnum, formanni, varaformanni og þremur meðstjórnendum. Skulu þeir kosnir skriflega til tveggja ára í senn þannig: formaður og tveir meðstjórnendur eru kosnir annað árið og varaformaður og einn meðstjórnandi hitt árið. (Ef í stöðu formanns er kjörinn sitjandi varaformaður skal kosinn nýr varaformaður til eins árs). Kjósa skal tvo menn í varastjórn til eins árs í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum nema formaður og varaformaður sem kosnir eru á aðalfundi. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára í seinn og ganga þeir út sitt árið hvor. Kosning fulltrúa á landsþing LH skal fara fram annað hvert ár eða það ár sem þingið fer fram og skal kjörið vera skv. lögum LH. Þrír stjórnarmenn; formaður, ritari og gjaldkeri skulu vera sjálfkjörnir til setu á landsþingi. Geti einhver nefndra manna ekki mætt á landsþingið skal annar stjórnarmaður mæta í hans stað. Félagsmenn hafa allir sama rétt, með þeirri undantekningu að kjörgengi og kosningarétt til íþróttaþinga (s.s HSK þings) og landsþings hafa þeir félagsmenn, sem náð hafa 16 ára aldri. Skylt er hverjum kjörgengum félaga að taka skipun eða kosningu til trúnaðarstarfa fyrir félagið eitt kjörtímabil, en ekki er hann skyldur að taka endurkjöri.

Tillaga að 12. Grein (verður 9. Grein)

Stjórn skal skipuð fimm mönnum, formanni og fjórum meðstjórnendum. Skulu þeir kosnir skriflega til tveggja ára í senn þannig: formaður og tveir meðstjórnendur eru kosnir annað árið og tveir meðstjórnendur hitt árið. Kjósa skal tvo menn í varastjórn til eins árs í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum nema formaður sem kosinn er á aðalfundi. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára í senn og ganga þeir út sitt árið hvor. Stjórn velur  fulltrúa á landsþing LH og HSK þing. . Stjórn ersjálfkjöintil setu á landsþingi.Félagsmenn hafa allir sama rétt, með þeirri undantekningu að kjörgengi og kosningarétt til íþróttaþinga (s.s HSK þings) og landsþings hafa þeir félagsmenn, sem náð hafa 16 ára aldri. Skylt er hverjum kjörgengum félaga að taka skipun eða kosningu til trúnaðarstarfa fyrir félagið eitt kjörtímabil, en ekki er hann skyldur að taka endurkjöri.

  1. grein

Félagsstjórn og deildarstjórar mynda fulltrúaráð sem kalla skal saman til allra meiriháttar ákvaðarðana er formaður telur við þurfa og ekki er boðað til félagsfundar. Almennir félagsfundir skulu ekki vera færri en tveir á ári svo og er félagsstjórn skylt að boða til félagsfundar ef 15 menn eða fleiri óska þess. Komi fram tillögur á félagsfundi, sem að mati stjórnar hafi veruleg áhrif á starfssemi félagsins, er stjórninni heimilt að boða til framhaldsfundar vegna málsins eigi síðar en 20 dögum síðar. Fundir skulu ætíð boðaðir á tryggan hátt með góðum fyrirvara og skal ætíð geta fundarefnis í fundarboði.

Tillaga að 15. Grein (verður 12. grein)

Almennir félagsfundir skulu ekki vera færri en tveir á ári svo og er stjórn skylt að boða til félagsfundar ef 15 menn eða fleiri óska þess. Komi fram tillögur á félagsfundi, sem að mati stjórnar hafi veruleg áhrif á starfsemi félagsins, er stjórninni heimilt að boða til framhaldsfundar vegna málsins eigi síðar en 20 dögum síðar. Fundir skulu ætíð boðaðir á tryggan hátt með góðum fyrirvara og skal ætíð geta fundarefnis í fundarboði.

  1. grein

Annan félagsfundinn skal halda fyrir lok nóvember ár hvert og skal skipa í starfsnefndir félagsins. Starfsnefndirnar eru æskulýðsnefnd, fræðslunefnd, vetrarmótanefnd, íþróttamótanefnd, gæðingamótanefnd, reiðveganefnd. Einnig aðrar tímabundar starfsnefndir. Greinargerðir hverrar nefndar er að finna á heimasíðu félgsins.

Tillaga að 16. grein (verður 13. grein)

Annan félagsfundinn skal halda fyrir lok nóvember ár hvert og skal skipa í starfsnefndir félagsins. Starfsnefndirnar eru æskulýðsnefnd, fræðslunefnd, vetrarmótanefnd, mótanefnd og reiðveganefnd. Einnig aðrar tímabundar starfsnefndir. Greinargerðir hverrar nefndar er að finna á heimasíðu félagsins.