Opið WR Íþróttamót Geysis fer fram 9. – 12. maí á Rangárbökkum og er gríðarleg tilhlökkun í loftinu fyrir fyrsta utanhús móti ársins á Rangárbökkum enda dagskrá sumarsins þétt.
Mótið er opið og leggjum við upp með að bjóða uppá sem flesta flokka en komi til þess að ekki náist viðunandi fjöldi í flokka verða þeir felldir niður eða sameinaðir öðrum eftir atvikum.
Fyrirspurnir vegna mótsins sendist á skraninggeysir@gmail.com