Hestamannafélagið Geysir hefur vaxið síðustu ár og eru félagar í dag orðnir á níunda hundrað. Félagið stendur fyrir fjölda viðburða allt árið um kring s.s. námskeið, fræðsluerindi, sýningar, mót og fleira. Nú er komið að þeim tímapunkti að taka næstu skref í þróun félagsins og fá til liðs við okkur starfsmann til þess að auka sýnileika, halda utan um skráningar á námskeið og félagatal og fleira.

Félagið óskar eftir starfsmanni í fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi hlutastarf. Vinnutími og vinnuframlag er umsemjanlegt en viðkomandi væri sem verktaki og fær greitt eftir vinnuframlagi.

Helstu verkefni:

– Regluleg umfjöllun um starfsemi félagsins s.s. námskeið, viðburði og fl.
– Utanumhald um skráningar á námskeið og félagatal.
– Taka myndir af námskeiðum og viðburðum og skrásetja.
– Auglýsingar.
– Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum.
– Aðstoða stjórn og nefndir.
– Annað sem stjórn felur viðkomandi.

Viðkomandi þarf að vera agaður í vinnubrögðum, sýna frumkvæði og vera drífandi. Góð tölvukunnátta er skilyrði.

Yfirmaður starfsmanns er formaður félagsins.

Ekki er um fullt starf að ræða heldur hlutastarf sem getur hentað vel með öðrum verkefnum. Verkefnið er tilraunaverkefni.

Umsóknarfrestur er til 30. mars.

Áhugasamir hafi samband á hmfgeysir@gmail.com eða í s: 8662632.