Nú er að myndast stórkostlegur sandhóll fyrir framan reiðhöllina Skeiðvangi í Miðkrika, Hvolsvelli. Þessi hóll er að birtast vegna þess að verið er að safna efni í áframhaldandi reiðvegagerð í landi Miðkrika í næsta nágrenni við hesthúsahverfið þar.

Miðkrika félagið hefur nú í samstarfi við Hestamannafélagið Geysi og reiðveganefnd fjölgað reiðleiðum fyrir hestamenn á svæðinu. Búið er að búa til hring sem liggur austan við hesthúsahverfið í kringum beitarhólf Miðkrikafélagsis og tengist hann áfram við reiðveg sem liggur bakvið íbúðarhúsin í Miðkrika og Lauftún (rautt á korti). Með þessu eru hestamenn að fá möguleikann á því að ríða hring fjarri þjóðvegi eitt en reiðvegurinn tengist fyrri reiðvegi sem liggur milli Garðsauka og Miðkrika hverfisins (blátt á korti). Einnig munu þessir reiðvegir mynda vel afgirtan hring austast sem auðvelt er að nota sem rekstrarhring þegar full- tilbúið (gult og rautt neðst á korti)

Bláa sýnir fyrri reiðvegi, rauða sýnir reiðvegi sem gerðir voru 2024 og gula sýnir það sem klára á nú í ár, 2025.

Efnishóllinn sem stækkar þessa dagana