Nú mega margir reka augun í auglýsingar á árlegum viðburði félagsins okkar sem við köllum uppskeruhátíð, haldin 15. nóvember nk. Þar er stefnan á að hittast og fagna saman árangri ársins sem og að slútta frábæru tímabili með glens og gleði.

Sara Sigurbjörnsdóttir og Spuni vom Heesberg
Mynd: Krijn

Við fáum meðal annars tækifæri á að hampa þeim stórkostlegu knöpum sem fóru út fyrir okkar hönd til Sviss og sýndu listir sínar á heimsmeistaramóti. Fjórir Geysisfélagar tóku þátt á mótinu, tveir í A-landsliðinu og tveir í ungmenna flokki.

Elvar Þormarsson og Djáknar frá Selfossi
Mynd: Berglind Karlsdóttir LH

Jón Ársæll Bergmann varð þrefaldur heimsmeistari ungmenna í gæðingaskeiði, samanlögðum fimmgangsgreinum og fimmgangi.

Kristján Árni Birgisson kom heim tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki, þ.e. í 100m skeiði og 250m skeiði.

Elvar Þormarsson landaði brons verðlaunum í fimmgangi og Sara Sigurbjörnsdóttir var fjórða í B-úrslitum í slaktaumatölti.

Við hlökkum til að fagna þessum árangri sem og öðrum á liðnu ári 15. nóvember næstkomandi í

Kristján Árni Birgisson & Krafla frá Syðri-Rauðalæk
Mynd: Krijn, LH

Hvolnum Hvolsvelli !

 

 

 

 

 

 

 

Höfundur: Edda S Thorlacius (hestar@stakkholt.is)