Hestamannafélagið Geysir óskar eftir reiðkennurum fyrir starfsárið 2025-2026.

Öflugt námskeiðahald með fjölbreyttu sniði hefur verið í gangi hjá Geysi undanfarin ár og engin breyting verður þar á á komandi misserum.

Hestamannafélagið Geysir óskar eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í okkar fjölbreytta og öfluga félagsstarfi. Á þetta bæði við um allt æskulýðsstarf og námskeiðahald fyrir fullorðna.

Hefðbundin reiðnámskeið verða á sínum stað en einnig er félagið opið fyrir öllum þeim hugmyndum sem reiðkennarar eru með.

Umsóknir óskast á netfangið hmfgeysir@gmail.com til og með 15. nóvember n.k.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við formann í síma 8662632.