Spenningur fyrir kvöldinu í kvöld er orðinn rafmagnaður! Uppskeruhátíðin okkar hefst kl 20 og eru gestir velkomnir upp úr kl 19 í fordrykk.

Við höfum átt frábæra knapa frá okkar félagi sem þátttakendur í stærstu viðburðum íslenska hestsins hér á landi sem og erlendis. Í kvöld fáum við að heiðra þá og fagna árangrinum. Á meðfylgjandi mynd má sjá tilnefningar til verðlauna. Til hamingju allir knapar ! <3

Hvollinn á Hvolsvelli er orðinn að þvílíkum gala sal þar sem tekið verður á móti þér með flottheitum og fögnuði í kvöld.

Ef þú ert ekki búinn að tryggja þér miða, hringdu þá núna [7726182] og við athugum hvort þú komist ekki að 😉

Hlökkum til að sjá ykkur öll !!