Nýafstaðin helgi var heldur betur skemmtileg hjá Geysis félögum en uppskeruhátíðin okkar var haldin síðastliðið

laugardagskvöld. Var það virkilega vel heppnaður viðburður þar sem gestir skemmtu sér konunglega, borðuðu virkilega

góðan mat, eldaðan af kokknum Maris Kruklins og dönsuðu við alvöru stemningu hljómsveitarinnar Bland.

Við viljum einnig þakka SS, Sláturfélagi suðurlands, sérstaklega vel fyrir að styrkja hátíðina með afbragðs góðu lambakjöti.

Við þökkum Stjórn hestamannafélagsins okkar fyrir frábæra uppskeruhátið og skemmtinefnd innilega fyrir aðskreyta salinn í Hvolnum svona stórkostlega!

Að vanda voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir bestan árangur knapanna okkar og framlag félagsmanna.

Titilinn um knapa ársins hlaut að þessu sinni Ásmundir Ernir Snorrason en hann var einnig verðlaunaður fyrir árangur sinn sem Íþróttaknapi ársins. Parið Ásmundur og Hlökk frá Strandarhöfði voru einnig verðlaunuð fyrir árangur sinn í tölti saman með Mjölnisbikarnum. Parið náði 9,13 í töltkeppni á Íslandsmóti í sumar.

Gæðingaknapi ársins var að þessu sinni Gústaf Ásgeir Hinriksson. 

Ungmenni ársins var heimsmeistarinn Jón Ársæll Bergmann. 

Heimahagabikarinn hlaut Halldóra Anna Ómarsdóttir fyrir árangur sinn sem áhugamaður i keppni.

Skeiðskálina hlaut heimsmeistari ungmenna, Kristján Árni Birgisson.

Þetta árið voru hjón verðlaunuð sem sjálfboðaliðar ársins, en það voru þau Gunnar Þorgilsson og Heiðdís Arna Ingvarsdóttir. Hlutu þau farandgrip fyrir óeigingjarnt starf sitt innan félagsins, sem gefinn er af Eiðfaxa.

Meðal félaga Geysis má finna starfa mörg stórkostleg hrossræktarbú og hrossaræktendur. Titilinn keppnishestabú ársins hlaut að þessu sinni Strandarhöfuð en tilnefnd voru einnig Strandarhjáleiga og Þjóðólfshagi. Vöðlar voru krýndir sem ræktunarbú ársins en auk þeirra voru Fákshólar og Sumarliðabær 2 tilnefnd. 

Allir aldursflokkar kynbótahrossa bæði stóðhestar og hryssur

  • 7 vetra og eldri
    • Hryssur – Hrefna frá Fákshólum, 8.46  –  Jakob Svavar Sigurðsson
    • Stóðhestar – Gauti frá Vöðlum, 8.72 – Margeir Þorgeirsson 
  • 6 vetra
    • Hryssur –  Eyrún frá Fákshólum, 8.70 – Helga Una Björnsdóttir 
    • Stóðhestur – Skuggi frá Sumarliðabæ 2, 8.56 – Birgir Már Ragnarsson 
  • 5 vetra 
    • Hryssur – Alda frá Sumarliðabæ 2, 8.71 – Birgir Már Ragnarsson 
    • Stóðhestur – Svartur Frá Vöðlum, 8.56 – Ástríður Lilja Guðjónsdóttir og Margeir Þorgeirsson 
  • 4 vetra
    • Hryssur – Askja frá Hjarðartúni, 8.21 – Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir 
    • Stóðhestur – Leiknir frá Ásholti, 8.27 – Ólafur Brynjar Ásgeirsson

Hryssubikar Geysis

  • Alda frá Sumarliðabæ 2, 8.71 – Birgir Már Ragnarsson 

Stóðhestabikar Geysis

  • Gauti frá Vöðlum, 8.72 – Margeir Þorgeirsson 

 

Höfundur: Edda S Thorlacius