Í vikunni héldum við hátíðlega uppskeruhátíð bara og unglinga Geysis við frábæra mætingu.

Æskulíðsstarf Geysis hefur verið blómlegt á árinu, haldin var sýning, farið var í óvissuferð, það var haldið bingó, fyrirlestur
um hugarþjálfun og sitthvað fleira. Námskeiðshöld hafa einnig verið regluleg frá í janúar með góðri þátttöku, bæði fyrir börn og unglinga sem eiga hesta og þau sem hafa ekki aðgang að þeim sjálf. Starfsemin er að færast í að vera stunduð allt árið eins og aðrar íþróttagreinar.

Geysir hefur í ár, átt marga knapa í verðlaunasætum á bæði Íslandsmóti og Heimsmeistaramóti. Félagið átti Íslandsmeistara í barnaflokk, unglingaflokk, ungmennaflokk og meistaraflokk. Tveir félagsmenn skiluðu einnig heim 5 x heimsmeistaratitlum!

Á uppskeruhátíðinni okkar voru veitt knapaverðlaun fyrir bestan árangur í barnaflokk og unglingaflokk. Þau Eiríkur Vilhelm Sigurðarson formaður Geysis og Alma Gulla Matthíasdóttir formaður æskulíðsnefndar veittu verðlaun.

Tilnefndir voru í barnaflokki

Aron Dyröy Guðmundsson, Aron Einar Ólafsson, Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir, Helgi Hrafn Sigvaldsson, Jón Guðmundsson og  Viktoría Huld Hannesdóttir.

Knapaverðlaun í barnaflokki hlaut Viktoría Huld Hannesdóttir! Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn!

Viktoría Huld náði frábærum árangri á árinu. Hæst ber að nefna frábæran árangur á Íslandsmóti barna og unglina. Þar varð hún Íslandsmeistari á Þin frá Enni í barnaflokki gæðinga. Hampaði öðru sæti í gæðingatölti, fjórgang og tölti t3. Í gæðingatölti á Þin frá Enni og fjórgang og Tölti T3 á Steinari frá Stíghúsi. Hún náði frábærum árangri á öllum þeim mótum sem hún keppti á hvort sem það voru vetrardeildir eða sumarmótin.

Tilnefnd voru í unglingaflokki 

Bryndís Anna Gunnarsdóttir, Dagur Sigurðarson, Eik Elvarsdóttir, Elimar Elvarsson, Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Þórhildur Lotta Kjartansdóttir.

Knapaverðlaun í unglingaflokki hlaut Dagur Sigurðarson! Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn!

Dagur Sigurðarson hampaði tveimur íslandsmeistaratitlum á árinu. Í fimmgang á Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga og í 100m skeiði á Trommu frá Skúfslæk. Þess utan náði hann gríðarlega góðum árangri á Suðurlandsmóti, Reykjvíkurmeistarmóti, Íþróttamóti Geysis, Íþróttamóti Sleipnis og svo mætti áfram telja.

Einnig hlutu Íslandsmeistarar úr hópi Geysis félaga viðurkenningu frá félaginu fyrir frábæran árangur á árinu. Þau Viktoría Huld Hannesdóttir, Dagur Sigurðarson, Eik Elvarsdóttir og Elísabet Líf Sigvaldadóttir.

Innilega til hamingju öll sömul!

Við hlökkum til áframhaldsins með okkar frábæra unga fólki og framtíðar knöpum Geysis!

Höfundur: Edda S Thorlacius