Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga verður haldið í Rangárhöllinni í nóvember og desember.
Vetrarstarfið hefst snemma í ár og er þetta tilvalið fyrir þá sem eru búnir að taka inn hesta eða stefna að því á næstu vikum. Markmið námskeiðsins er að efla kjark, jafnvægi og samspil knapa og hests sem og gera greinarmun á gangtegundum íslenska hestsins. Námskeiðið er sniðið að getustigi hvers hóps og hentar því öllum börnum og unglingum.
Þátttakendur þurfa að mæta með eigin hest og hafa vald á hestinum. Kennt verður á miðvikudögum í Rangárhöllinni.
Reiðkennari er Selina Bauer. Selina er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, hefur mikla reynslu af keppnisbrautinni og starfar við þjálfun hrossa.
Námskeiðið er hópaskipt og eru 4-6 í hverjum hóp í 6 skipti. Hver kennslustund er 45 mínútur og fer fram á miðvikudögum.
Áætlað er að námskeiðið hefjist 12. nóvember. Skráning hefst 3. nóvember og fer hún fram á Abler. Verð ISK 10.500 á barn.
A.T.H öll börn sem skrá sig á námskeið hjá Hestamannafélaginu Geysi verða sjálfkrafa félagsmenn. Félagsgjöld eru ekki greidd fyrr en einstaklingar verða 18 ára.
