Lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns sigrar fimmgang Suðurlandsdeildar Cintamani
Í kvöld fór fram þriðja keppniskvöld Suðurlandsdeildar Cintamani í hestaíþróttum. 13 lið, 52 knapar, 195 skeiðsprettir hvorki meira né minna.
Úrslit kvöldsins fóru á þá leið að efst eftir forkeppni í flokki áhugamanna var Sophie Dölschner á Fleyg frá Syðra-Langholti og í flokki atvinnumanna Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi.
Að loknum úrslitum var það svo ljóst að þau höfðu innsiglað sigurinn.
Það var lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns sem var sigurvegari kvöldsins en þau stóðu efst í liðakeppninni með 88 stig. Knapar þeirra enduðu í 2. og 6. sæti í flokki atvinnumanna og 5. og 7. sæti í flokki áhugamanna.
Að loknum þremur greinum er staðan sú að lið Nonnenmacher leiðir enn, rétt á hæla þeirra kemur lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns og þá Vöðla/Snilldarverks/Sumarliðabæjar.
| Sæti | Lið | Samtals |
| 1 | Nonnenmacher | 249,5 |
| 2 | Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún | 247 |
| 3 | Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær | 218,5 |
| 4 | Black Crust Pizzeria | 192,5 |
| 5 | Húsasmiðjan | 191 |
| 6 | Krappi | 191 |
| 7 | Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð | 183,5 |
| 8 | Töltrider | 175,5 |
| 9 | Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás | 107 |
| 10 | Dýralæknir Sandhólaferju | 106 |
| 11 | Múli hrossarækt / Hestasál ehf. | 105,5 |
| 12 | Nagli | 103,5 |
| 13 | Fiskars | 33,5 |
Það er ansi mjótt á munum og nóg af stigum eftir í pottinum en á lokakvöldinu, þann 18. apríl, verður keppt í tveimur greinum. Tölti og skeiði.
Önnur úrslit voru eftirfarandi:
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Önnur úrslit má nálgast í LH Kappa appinu.
Við þökkum fyrir frábært kvöld!
