Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Geysis verður sunnudaginn 14. janúar kl. 16.00 í anddyri Rangárhallarinnar. Veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku á viðburðum, skemmtunum, mótum og öðru sem tengist hestamennskunni árið 2017. Jakob Svavar Sigurðsson heimsmeistari í TÖLTI kíkir í heimsókn. Veitingar verða í boði. Vonandi sjáum við sem flest Geysis börn, unglinga og ungmenni sem og foreldra.