Árið byrjar á mjög spennandi nótum en búið er að tilkynna A-landsliðshópinn fyrir árið 2026 þar sem liðið samanstendur af þó nokkrum afbragðs knöpum úr röðum Geysis. Liðið er myndað til stefnu á Norðurlandamót i Svíþjóð næsta sumar en einnig fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Reiden í Þýskalandi sumarið 2027.

„Allar knapar í hópnum hafa náð framúrskarandi árangri í hinum ýmsu greinum, eru með spennandi og sterkan hestakost fyrir komandi tímabil og skýr markmið um árangur og þar með vakið athygli landsliðsþjálfara og fengið pláss í þessum A-landsliðshópi,“ segir í tilkynningu frá LH.

Ísólfur Líndal, A-landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti hópinn í síðustu viku og eru það eftirfarandi 24 knapar sem mynda hann. Af þessum fríða hópi eru 8 knapar félagar í hestamannafélaginu Geysi. Við erum hrikalega stolt af þessum fulltrúum okkar og hlökkum virkilega til að fylgjast með þeim í brautinni næstu tvö árin!

  • Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Herði, ríkjandi heimsmeistari í slaktaumatölti
  • Arnhildur Helgadóttir, Geysi
  • Árni Björn Pálsson, ríkjandi heimsmeistari í tölti
  • Ásmundur Ernir Snorrason, Geysi
  • Benjamín Sandur Ingólfsson, Geysi
  • Brynja Kristinsdóttir, Sörla
  • Daníel Gunnarsson, Skagfirðingi
  • Eyrún Ýr Pálsdóttir, Fáki
  • Flosi Ólafsson, Borgfirðingi
  • Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Sleipni
  • Guðmundur Björgvinsson, Geysi
  • Glódís Rún Sigurðardóttir, Sleipni
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson, Geysi
  • Hanna Rún Ingibergsdóttir, Geysi
  • Hans Þór Hilmarsson, Geysi
  • Helga Una Björnsdóttir, Þyt
  • Jóhanna Margrét Snorradóttir, Mána
  • Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra
  • Kristján Árni Birgisson, Geysi, ríkjandi heimsmeistari í 100m og 250m skeiði í ungmennaflokki
  • Sigurður Vignir Matthíasson, Fáki
  • Teitur Árnason, Fáki
  • Védís Huld Sigurðardóttir, Sleipni, ríkjandi heimsmeistari í tölti og fjórgangi í ungmennaflokki
  • Viðar Ingólfsson, Fáki
  • Þórarinn Eymundsson, Skagfirðingi

Innilega til hamingju, kæru knapar, þjálfarar og hestafólk!

 

Höf. Edda S Thorlacius