Í janúar síðastliðinn hófust ný námskeið á Hvolsvelli hjá Reiðskólanum Stakkholti. Nú í haust var þar síðan hafið vetrarstarf í samstarfi við hestamannafélagið Geysi. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn sem langar að stunda hestamennsku reglulega en hafa ekki aðgang að hestum. Kennari Reiðskólans Stakkholts er eigandinn Edda S Thorlacius, tamningakona, hestafræðingur og kennari.
Eru námskeiðin með tilliti til aldurs og reynslu nemenda en þau eru ýmist heima í hesthúsinu á Dufþaksbraut á Hvolsvelli, í reiðhöllinni Skeiðvangi í Miðkrika eða í útreiðum fyrir lengra komna.
Nemendur reiðskólans læra meira en að fara á hestbak en hluti kennslunnar snýst um að hugsa um hestana, gefa, moka, sækja á beit og skila út í hólf o.s.frv. Reiðkennslan er fjölbreytt og er oft í gegnum leiki eins og stólaleikinn, stoppdans, spilaleik og þrautabrautir.
Í næstu viku er loka vika fyrsta námskeiðs vetrarins en þau eru 6 vikur í einu og verða tvö námskeið fyrir áramót og tvö eftir áramót sem enda með þátttöku reiðskólans í Æskulíðssýningu Geysis 1. maí 2026.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá starfinu í haust af skemmtilegum nemendum skólans ásamt reiðskólahestunum, Spengju (27v) og Tristan (21v) frá Útey, Vogi frá Þúfu (17v) og Húmfaxa frá Skálakoti (9v).
Skráningar opna fyrir hvert námskeið inni á Abler og eru þau auglýst á facebook síðu hestamannafélagsins Geysis, facebook síðu Reiðskólans Stakkholts og heimasiðu reiðskólans stakkholt.is
- Gangskiptingar æfingar
- Stólaleikurinn
- Mikil keppni í gangi stundum 🙂
- Húmfaxi og Jónína
- Bríet á Húmfaxa og Úlfa á Sprengju
- Byrjendahópurinn, Emilía, Elín og Anastazja
- Margrét og Jökull Ingi
- Hanna Líf og Jóhann Jökull
- Hólmfríður og Ragnheiður
- Nemendur æfa sig að beisla sjálfir
- Guðjón Garri
- Æfa líka að fara berbakt
- Jónína, Ragnheiður og Hólmfríður
- Katla og Lára
- Hrafnhildur og Dóra María
- Útreiðar