Að taka þátt í félagsstarfi er gríðarlega skemmtilegt og gefandi!
Að taka þátt í félagsstarfi hjá Geysi er ennþá skemmtilegra og meira gefandi!
Hjá Geysi eru starfandi 7 nefndir auk stjórnar. Nefndirnar eru vetrarmótanefnd, fræðslunefnd, æskulýðsnefnd, skemmtinefnd, mótanefnd, reiðveganefnd og suðurlandsdeildarnefnd.
Núna eru nefndir að skipuleggja starfið og því um að gera að gefa kost á sér í nefnd, hafa áhrif og taka þátt í því að halda áfram að byggja upp okkar frábæra félag félagsmönnum öllum til heilla!
Nú eru laus sæti í vetrarmótanefnd, fræðslunefnd, æskulýðsnefnd og suðurlandsdeildarnefnd auk þess að stjórn hefur áhuga á því að virkja ferðanefnd séu félagsmenn áhugasamir um það.
Ferðanefnd: Markmið ferðanefndarinnar er að skipuleggja og sjá um reiðtúra og hestaferðir á vegum Geysis fyrir hinn almenna félagsmann.
Fræðslunefnd: Markmið fræðslunefndar er að skipuleggja og sjá um fræðslustarf Geysis fyrir hinn almenna félagsmann.
Suðurlandsdeild: Deildin hefur farið fram í Rangárhöllinni óslitið frá árinu 2017 í samstarfi Rangárhallarinnar og Geysis. Stjórn deildarinnar er skipuð sjö einstaklingum. Fjórum frá Rangárhöllinni og þremur frá Geysi. Viðburðir hvers tímabils eru fjórir og fara fram 24. febrúar, 10. mars, 24. mars og 7. apríl.
Vetrarmótanefnd: Markmið vetrarmótanefndarinnar er að skipuleggja og sjá um vetrarmót Geysis. Vetrarmótin hafa verið tímasett og verða 7. febrúar, 7. mars og 4. apríl.
Æskulýðsnefnd: Markmið æskulýðsnefndarinnar miðar að því að efla áhuga á hestamennsku og færni í reiðmennsku hjá börnum og unglingum á félagssvæði Geysis. Almennt námskeiðshald er í höndum stjórnar en Æskulýðsnefnd hefur frjálsar hendur um skipulagningu viðburða og getur komið með tillögur að námskeiðum til stjórnar.
Áhugasamir um þátttöku í nefndum geta heyrt í formanni (Eiríkur Vilhelm) í s: 8662632 eða sent póst á hmfgeysir@gmail.com
Nánari upplýsingar um nefndir má finna á heimasíðu félagsins www.hmfgeysir.is/geysir/stjorn- og-nefndir/
