U21 Landslið okkar í hestaíþróttum var kynnt í vikunni þar sem þjálfari liðsins, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, hefur valið í hópinn meðal knapa sem verða á árinu 17-21 árs gamlir. Allir eru þeir í ungmennaflokki eða á síðasta ári sínu í unglinga flokki. Mun liðið stefna á Norðurlandamót í Svíþjóð í ágúst og síðan á heimsmeistaramót á næsta ári í Rieden í Þýskalandi.

Hestamannafélagið Geysir á í þessum hópi einn ríkjandi heimsmeistara, Jón Ársæl Bergmann, ásamt þremur öðrum knöpum, þeim Dag Sigurðarsyni, Eik Elvarsdóttur og Elísabetu Líf Sigvaldadóttur.

Jón Ársæll og Harpa frá Höskuldsstöðum. Mynd: Jón Björnsson

Norðurlandamót, sem dæmi, er einstakt tækifæri fyrir unga knapa að safna í reynslubankann sinn en fram að mótunum verður boðið upp á ýmsa fræðslu í vetur í samstarfi við A-landsliðshópinn. Hópurinn mun ásamt A-landsliðinu standa fyrir fjáröflun og taka þátt í fjáröflunarviðburðum. Einn þeirra verður keppnin Allra sterkustu sem haldin verður 4. apríl nk.

Við viljum óska knöpum, þjálfara og öllum hestamönnum til hamingju með þennan sterka hóp!

 

U21-landsliðshópurinn í heild sinni er skipaður eftirfarandi 19 knöpum:

Dagur Sigurðarson, Geysi

Eik Elvarsdóttir, Geysi

Elísabet Líf Sigvaldadóttir, Geysi

Elva Rún Jónsdóttir, Spretti

Eva Kærnested, Fáki

Fanndís Helgadóttir, Sörla

Gabríel Liljendal Friðfinnsson, Fáki

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þyt

Guðný Dís Jónsdóttir, Spretti

Hekla Rán Hannesdóttir, Spretti

Herdís Björg Jóhannsdóttir, Spretti

Jón Ársæll Bergmann, Geysi, ríkjandi heimsmeistari

Kolbrún Sif Sindradóttir, Sörla

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, Borgfirðingi

Lilja Rún Sigurjónsdóttir, Fáki

Matthías Sigurðsson, Fáki

Ragnar Snær Viðarsson, Fáki

Sara Dís Snorradóttir, Sörla

Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi

 

 

Höf. Edda S Thorlacius