Fréttir

Félagsstarfið – Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum félagsins?

Að taka þátt í félagsstarfi er gríðarlega skemmtilegt og gefandi! Að taka þátt í félagsstarfi hjá Geysi er ennþá skemmtilegra og meira gefandi! Hjá Geysi eru starfandi 7 nefndir auk stjórnar. Nefndirnar eru vetrarmótanefnd, fræðslunefnd, æskulýðsnefnd, skemmtinefnd, mótanefnd, reiðveganefnd og suðurlandsdeildarnefnd. Núna eru nefndir að skipuleggja starfið og því um að gera að gefa kost [...]

2025-12-02T12:47:02+00:002. desember, 2025|

Uppskeruhátíð barna og unglinga Geysis

Í vikunni var haldin uppskeruhátíð barna og unglinga Geysis og var mætingin algjörlega frábær. Æskulýðsstarf Geysis hefur verið blómlegt á árinu, 1. maí sýningin gekk frábærlega þar sem um 100 börn tóku þátt, farið var í óvissuferð þar sem hrossaræktarbú á svæðinu voru heimsótt, gríðarfjölmennt bingó, fyrirlestur um hugarþjálfun og sitthvað fleira. Námskeiðshöld hafa einnig [...]

2025-11-24T10:47:26+00:0022. nóvember, 2025|

Af frábærri uppskeruhátið Geysis

Nýafstaðin helgi var heldur betur skemmtileg hjá Geysis félögum en uppskeruhátíðin okkar var haldin síðastliðið laugardagskvöld. Var það virkilega vel heppnaður viðburður þar sem gestir skemmtu sér konunglega, borðuðu virkilega góðan mat, eldaðan af kokknum Maris Kruklins og dönsuðu við alvöru stemningu hljómsveitarinnar Bland. Við viljum einnig þakka SS, Sláturfélagi suðurlands, sérstaklega vel fyrir að [...]

2025-11-18T21:53:53+00:0018. nóvember, 2025|

Uppskeruhátíð í kvöld!

Spenningur fyrir kvöldinu í kvöld er orðinn rafmagnaður! Uppskeruhátíðin okkar hefst kl 20 og eru gestir velkomnir upp úr kl 19 í fordrykk. Við höfum átt frábæra knapa frá okkar félagi sem þátttakendur í stærstu viðburðum íslenska hestsins hér á landi sem og erlendis. Í kvöld fáum við að heiðra þá og fagna árangrinum. Á [...]

2025-11-15T15:47:09+00:0015. nóvember, 2025|

Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga verður haldið í Rangárhöllinni í nóvember og desember. Vetrarstarfið hefst snemma í ár og er þetta tilvalið fyrir þá sem eru búnir að taka inn hesta eða stefna að því á næstu vikum. Markmið námskeiðsins er að efla kjark, jafnvægi og samspil knapa og hests sem og gera greinarmun [...]

2025-11-03T00:03:56+00:002. nóvember, 2025|

Reiðkennarar óskast

Hestamannafélagið Geysir óskar eftir reiðkennurum fyrir starfsárið 2025-2026.Öflugt námskeiðahald með fjölbreyttu sniði hefur verið í gangi hjá Geysi undanfarin ár og engin breyting verður þar á á komandi misserum.Hestamannafélagið Geysir óskar eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í okkar fjölbreytta og öfluga félagsstarfi. Á þetta bæði við um allt æskulýðsstarf og námskeiðahald fyrir fullorðna.Hefðbundin [...]

2025-11-02T23:04:29+00:001. nóvember, 2025|

Reiðskólinn Stakkholt

Í janúar síðastliðinn hófust ný námskeið á Hvolsvelli hjá Reiðskólanum Stakkholti. Nú í haust var þar síðan hafið vetrarstarf í samstarfi við hestamannafélagið Geysi. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn sem langar að stunda hestamennsku reglulega en hafa ekki aðgang að hestum. Kennari Reiðskólans Stakkholts er eigandinn Edda S Thorlacius, tamningakona, hestafræðingur og kennari. Eru námskeiðin [...]

2025-10-17T23:06:54+00:0017. október, 2025|

Uppskeruhátíð Geysis

Nú mega margir reka augun í auglýsingar á árlegum viðburði félagsins okkar sem við köllum uppskeruhátíð, haldin 15. nóvember nk. Þar er stefnan á að hittast og fagna saman árangri ársins sem og að slútta frábæru tímabili með glens og gleði. Sara Sigurbjörnsdóttir og Spuni vom HeesbergMynd: Krijn Við fáum meðal annars tækifæri [...]

2025-10-06T21:31:20+00:006. október, 2025|

Reiðvegagerð Geysis og Miðkrika félagsins

Nú er að myndast stórkostlegur sandhóll fyrir framan reiðhöllina Skeiðvangi í Miðkrika, Hvolsvelli. Þessi hóll er að birtast vegna þess að verið er að safna efni í áframhaldandi reiðvegagerð í landi Miðkrika í næsta nágrenni við hesthúsahverfið þar. Miðkrika félagið hefur nú í samstarfi við Hestamannafélagið Geysi og reiðveganefnd fjölgað reiðleiðum fyrir hestamenn á svæðinu. [...]

2025-09-30T19:56:41+00:0030. september, 2025|

Dagskrá Hestamannafélagsins Geysis 2026

Hér má sjá mótadagsetningar Geysis 2026: Vetrarmót 7. febrúar, 7. mars og 4. apríl Suðurlandsdeildin í Hestaíþróttum 24. febrúar, 10. mars, 24. mars og 7. apríl WR Íþróttamót Geysis 22.-25.maí (Hvítasunna) Gæðingamót og úrtaka fyrir LM 2026 12.-14.júní Punktamót 17.júní Suðurlandsmót yngri flokka 14.-16.ágúst WR Suðurlandsmót 27. - 30. ágúst Aðrir viðburðir: Stórsýning Sunnlenskra hestamanna [...]

2025-11-02T23:32:40+00:0020. september, 2025|
Go to Top