Eftir fyrna sterka keppni í tölti í Suðurlandsdeildinni var það öflugt lið Heimahaga sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins en liðsmenn Heimahaga lentu í 1. og 3. sæti í flokki atvinnumanna og 6., og 10. í flokki áhugamanna.

Keppnin var jöfn og mörg glæsileg hross sem komu í braut. Hulda Gústafsdóttir og Draupnir frá Brautarholti úr liði Heimahaga sigruðu flokk atvinnumanna og Hákon Dan Ólafsson á Gorm frá Garðakoti úr liði Sunnuhvols/Ásmúla sem sigraði flokk áhugamanna.

Staðan í liðakeppninni eftir fyrstu tvær keppnir af fjórum í Suðurlandsdeildinni.

Sæti Lið Stig
1 Krappi 144
2 Heimahagi 130
3 Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 120
4 Húsasmiðjan 110,5
5 IceWear 103
6 Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar 101
7 Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 93
8 Sunnuhvoll/Ásmúli 92
9 Kálfholt/Hjarðartún 89
10 GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir 87
11 Þverholt/Pula 74
12 Litlaland Ásahreppi 56,5

Úrslit í hvorum flokk fyrir sig má sjá hér að neðan.

Tölt – áhugamenn.

Sæti Keppandi Hestur Lið Einkunn
1 Hákon Dan Ólafsson Gormur frá Garðakoti Sunnuhvoll/Ásmúli 6,89
2 Katrín Sigurðardóttir Yldís frá Hafnarfirði Húsasmiðjan 6,83
3 Lea Schell Tinna frá Laugabóli Krappi 6,50
4 Benjamín Sandur Ingólfsson Mugga frá Leysingjastöðum II Krappi 6,44
5 Þorgeir Ólafsson Hlynur frá Haukatungu Syðri I Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar 6,33
6 Jóhann Ólafsson Sólroði frá Reykjavík Heimahagi 6,11

Tölt – atvinnumenn.

Sæti Knapi Hestur Lið Einkunn
1 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti Heimahagi 7,61
2 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 7,39
3 Hinrik Bragason Hreimur frá Kvistum Heimahagi 7,39
4 Vignir Siggeirsson Hátíð frá Hemlu II Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 7,33
5 Davíð Jónsson Ólína frá Skeiðvöllum Húsasmiðjan 7,28
6 Lena Zielinski Kolka frá Hárlaugsstöðum Krappi 6,72
7 Sæmundur Sæmundsson Austri frá Úlfsstöðum Kálfholt/Hjarðartún 6,67

Næsta keppni fer fram 6. mars og verður keppt í parafimi. Fyrst var keppt í parafimi á síðasta ári og er hvergi á Íslandi keppt í þessari grein nema í Suðurlandsdeildinni. Á síðasta ári heppnaðist greinin virkilega vel og margar glæsilegar sýningar.

Parafimi er keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika, fegurð, kraft og glæsileika hestsins. Knapar eru í pörum inná, einn atvinnuknapi og einn áhugamaður og því reynir einnig á samvinnu þeirra. Parið getur verið skipað tveimur áhugamönnum.

Hægt er að fylgjast með Suðurlandsdeildinni með því að fylgja viðburðinum hér:

https://www.facebook.com/events/1567726689929388/?active_tab=about