WR Suðurlandsmót Geysis og Skeiðleikar – Takk fyrir okkur
Það var gríðar góð stemning á Rangárbökkum þegar síðasta mót sumarsins fór fram um helgina. Gaman var að sjá hross mæta í braut sem ekki hafa áður komið fram ásamt þekktari hrossum.
Skeiðleikar fóru fram samhliða Suðurlandsmóti á föstudagskvöld þar sem frábærir tímar náðust enda aðstæður allar eins og best var á kosið.
Þar sem þetta voru síðustu Skeiðleikar ársins þá var veittur farandgripurinn Öderinn sem Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir gáfu til minningar um Einar Öder Magnússon. Öderinn fær stigahæsti knapi ársins og kom það í hlut Konráðs Vals Sveinssonar.
Stjórn Geysis þakkar öllum sem komið hafa að mótum sumarsins með einum eða öðrum hætti, þetta var sjötti viðburðurinn á vegum félagsins þetta sumarið og hefur þátttaka sjálfboðaliða verið frábær sem gerir þetta allt að veruleika.
Sigurvegarar WR Suðurlandsmóts eru eftirfarandi :
Meistaraflokkur
Fimmgangur F1 : Jakob Svavar Sigurðsson og Nökkvi frá Hrísaskoti 7.47
Fimmgangur F2 : Flosi Ólafsson og Védís frá Haukagili Hvítársíðu 7.10
Fjórgangur V1 : Hans Þór Hilmarsson og Fákur frá Kaldbak 7.5
Fjórgangur V2 : Kári Steinsson og Björk frá Vestra-Fíflholti 7
Gæðingaskeið : Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum
Tölt T1 : Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti 8.89
Tölt T2 : Ólafur Andri Guðmundsson og Draumur frá Feti 7.92
Tölt T3 : Matthías Leó Matthíasson og Hágangur frá Auðsholtshjáleigu 7.33
1.Flokkur
Fimmgangur F2 : Jessica Elisabeth Westlund og Frjór frá Flekkudal 6.97
Fjórgangur V2 : Auður Stefánsdóttir og Runni frá Vindási 6.97
Gæðingaskeið : Vilborg Smáradóttir og Klókur frá Dallandi
Tölt T3 : Hermann Arason og Náttrún Ýr frá Herríðarhóli 7.56
Tölt T4 : Auður Stefánsdóttir og Gustur frá Miðhúsum
2.flokkur
Fjórgangur V2 : Oddný Lára Ólafsdóttir og Penni frá Kirkjuferjuhjáleigu 4.73
Tölt T7 : Birna Ólafsdóttir og Hilda frá Oddhóli 6.42
Skeiðleikar
100m : Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 7.34 sek
150m : Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 14.33 sek
250m : Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 21.73 sek
Nánari niðurstöður má nálgast í LH Kappa appinu.